Tsjekov

Anton Tsjekov var berklaveikur og lést úr tćringu í "Kurort"-inum, Badenweiler í Baden í Svartaskógi 15. júlí 1904. Ţar sem Ívanov sat áfram í hausnum á mér og ţar sem tilviljunin hagađi ţví ţannig ađ í góđviđrinu á laugardag mćtti ég mörgum ţeim á göngu um miđbćinn sem ég hafđi hitt á leiksýningunni á föstudagskvöldiđ, greip ég hina fallegu útgáfu Menningarsjóđs á sögu Tsjekovs í ţýđingu Geirs Kristjánssonar, Mađur í hlustri og fleiri sögur.

Í stuttum eftirmála um höfundinn ţýđir Geir brot úr ummćlum Gorkís um dauđa Tsjekovs sem ég veit raunar ekki úr hvađa verki er. Ég hafđi ekki lesiđ ţetta áđur og fannst ţetta svolítiđ skemmtileg saga og gaman ađ sjá ţetta gamla orđfćri sósíalískra höfunda, sem nú er nánast útdautt, vart nema tveir ţrír menn hérlendis lengur sem nota orđ eins og "smáborgarar", "borgarastétt" eđa "auđmagnssinnar" og "verslunarvald".

Dauđi Tsjekovs er ţjóđsaga sem mađur hefur heyrt mörgum sinnum og sem Raymond Carver gerđi góđ skil í einni af sínum bestu sögum, Errand, sem er ţakklćtisvottur frá lćrisveini til meistara síns. Olga, eiginkona Tsjekovs, var á dánarbeđi skáldsins og frá henni er komin sú saga ađ Tsjekov hafi kallađ Ich sterbe, ţótt hann annars hafi veriđ međ öllu fákunnandi í ţýskri tungu, og síđan pantađ kampavínsglas, drukkiđ ţađ og dáiđ međ ţađ sama. Öllum ţessum smáatriđum er gefinn sérstakur gaumur í sögu Carvers.

En til gamans er hér frásögn af endalokum Tsjekovs eftir Maxím Gorkí í ţýđingu Geirs Kristjánssonar:

Enginn skildi harmleik smámunanna í lífinu jafn glöggt og vel og Tsjekhov, enginn hafđi áđur sýnt mönnum af jafn miklu miskunnarleysi hina hrćđilegu og svívirđilegu mynd borgaralegrar hversdagstilveru.

Erkióvinur hans var hversdagsleikinn; hann barđist gegn honum ćvilangt, hćddist ađ honum, dró hann sundur og saman međ kaldbeittum penna sínum og fann af honum mygluţefinn jafnvel ţar sem allt virtist viđ fyrstu sýn í stakasta lagi, vel til hagađ og jafnvel ágćtlega - og hversdagsleikinn hefndi sín á honum međ ljótum hrekk, ţví hann sá svo um, ađ lík hans, lík skálds, yrđi flutt til heimalandsins í járnbrautarvagni sem merktur var "Ostrur".

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband