Eru þeir hjá AGS ekki nógu vel að sér eða eru þeir að plata?

Skýrsla AGS um umbyltingu skattkerfisins er ekki skemmtileg lesning. En burtséð frá því vekur það manni undrun að fullyrðingar í henni eru beinlínis rangar.

Þannig er talað í henni um óvenjulegar undanþágur frá almennri vaskprósentu og neikvæð áhrif þeirra á skattkerfið og er þar vísast átt við bækur, geisladiska, húshitun og fjölmiðla sem borið hafa 7% skatt. Þetta eru undarleg ummæli ef hugsað er um bókaútgáfuna því ekkert er óvenjulegt við undanþágur á virðisaukaskatti á bækur í Evrópu. Í tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandins, 2006/112/EC, sem liggur til grundvallar samræmingu virðisaukaskattslöggjafar EES, er skýrt kveðið á um að ákveðnir vöruflokkar geti notið undanþágu frá almennri virðisaukaskattsprósentu, s.s. bækur. Í nýlegri tilskipun framkvæmdastjórnarinnar um breytingar á fyrri tilskipun um virðisaukaskatt, 2009/47/EC, er enn hnykkt á þessu og heimildin raunar rýmkuð þannig að bækur í sama hvaða formi þær eru seldar, hvort heldur rafrænt eða prentaðar, geti notið undanþágu frá almennri virðisaukaskattsprósentu. Þessar undanþágur ná nú þegar til rafbóka á Spáni, í Hollandi, Noregi, Frakklandi og Slóveníu. Ennig bera hljóðbækur sömu virðisaukaskattsprósentu og prentaðar bækur í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi.

Hefur AGS ekkert kynnt sér þessi mál eða er þetta bara úr lausu lofti gripið? Ljóst er að þetta orðalag vekur ekki traust á að skýrslan sé meira en pólitískt plagg, ættað úr koppum ríkisstjórnarinnar og sé pöntuð til að reyna skattaísinn áður en beljurnar æða út á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband