Ađ lesa sig til ríkidćmis

Besta ráđiđ til ađ bćta lesskilning er ađ lesa. Lausnin eru ekki flóknari en svo. Sá sem vill ná árangri í einhverju ćfir sig. Lesskilningur er grundvöllur ţess ađ börn og unglingar nái árangri í námi á skólaskylduárum og í framhaldsskóla. En ekki síđur grundvöllur ţess ađ sú hćgt sé ađ stunda ţá símenntun og ţekkingaröflun ćvina á enda sem nútímaţjóđfélagiđ krefst. Grunnur ađ námsárangri er lestur. Rannsóknir stađfesta ţetta ć ofan í ć. Ţetta hafa veriđ líka stađföst skilabođ bókaútgefenda, rithöfunda og samtaka um eflingu bókmenningar og menntunar barna í áranna rás. Ţegar rćtt er um árangur í PISA og  PIRLS könnunum er niđurstađan ţví í raun ţessi: Börnin okkar ţurfa lesa meira og lesefni ţeirra ţarf ađ vera sem fjölbreyttast. Ekki bara lesmáliđ í skólastofunum. Allur lestur sem krefst einbeitingar og skilnings er gagnlegur.

Fleira hangir á spýtunni. Í rannsókn sem kanadíska hagstofan gerđi á sambandi lćsis og hagvaxtar fyrir fáeinum árum kom í ljós ađ lćsi fullorđinna og ungs fólks á framhaldsskólaaldri er mćlikvarđi á getu samfélaga til ađ standa undir góđum lífskjörum. Betri lesskilningur ţýđir bćttur hagvöxtur.

Lestur er ţví ekkert smámál. Fyrirtćki, fjárfestar, hagsmunasamtök og menntastofnanir ţrýsta stöđugt á um ađ hér sé viđhaldiđ ţjóđfélagi í fremstu röđ á alţjóđavísu. Ţar er ađ baki eđlileg kappgirni. Ađstćđurnar sem urđu til ţess ađ íslensku efnahagslífi tókst ađ brjótast út úr sínum gamla stakki eru margbrotnar, en án efa skiptu menntun og ţekking ţar miklu. Nú spyrja sig margir hvađ sé nćst. Ţá er horft til grunnţáttanna: menntunar, ţekkingar og rannsókna. Og viđ sem berum hag bókmenningar fyrir brjósti minnum ţá á sjálfsögđ sannindi eina ferđina enn: Lestur er grunnur ađ glćstri framtíđ. Lesum međ börunum okkar hvern dag og lesum sjálf.

Ţekking heimsins er ađ mestu bundin í lesmál. Ađeins mannshugurinn getur drepiđ bókstafina úr dróma og fengiđ ţá til ađ bćta okkar hag.

(Birtist í Fréttablađinu 7. janúar 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband