Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Bćkur á iPhone

Litlar fréttir af viđskiptasíđum geta veriđ stórmerkilegar ţví oft er ţar sagt í stuttu máli frá grundvallarbreytingum á samfélaginu. Ein slík frétt er sögđ í alţjóđlegum miđlum í dag af ársafmćli Stanza, rafbókalesara Apple. Fyrr á ţessu ári keypti Apple dýrum dómum ađ taliđ er fyrirtćkiđ Lexcycle sem ţróađi Stanza hugbúnađinn. Stanza gengur fyrir Apple iPhone símana og iPod Touch og hefur nú veriđ hćgt ađ hlađa ţennan búnađ niđur í heilt ár.

Nú nota tvćr milljónir manna Stanza og alls hefur 12 milljónum bóka veriđ hlađiđ niđur á ţessum tíma samkvćmt talsmanni Lexcycle. Ég hef séđ ţetta í símum fólks, enda á ég ekki svona flottan síma sjálfur (er međ Nokia síma sem ég fékk gefins áriđ 2005), og ţetta kemur merkilega vel út ţótt erfitt sé raunar ađ lesa á iPhone skjáinn í mikilli birtu ólíkt lestrarvélnum Kidle og Sony Reader sem nota e-ink tćknina ţar sem ekki er baklýsing. Ég er hins vegar nokkuđ viss um ađ framtíđ rafbókarinar liggi fremur í ţarna en í sérstöku lestrartćki, jafnvel ţótt útbreiđsla slíkra tćkja geti orđiđ mikil um tíma. Ađ vera međ eitt tćki sem hringir, sćkir tölvupóst, fer inn á netiđ og er hljóđhlađa og lestartćki er máliđ.

Eftir kaupin á Lexcycle mun Apple ćtla ađ einbeita sér ennfrekar ađ ţróun Stanza og veit Kindle (Amazon) og Sony fulla samkeppni auk náttúrlega allra hinna litlu ađilana sem ţessi misserin vinna ađ ţví ađ ţróa og markađssetja tćki til ađ lesa stafrćna texta án milligöngu pappírs.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband