Ívanov

Mikið hæp búið að vera kringum Ívanov og dómarnir svona la, la þannig að maður fór fullur af gagnrýnisanda á sýninguna. Raunar var Baltasar í svo miklu sviðsljósi í kynningunni að það virtist eiginlega vera fullkomið aukaatriði að Tsjekov hefði skrifað verkið. Ég verð líka að segja að lýsingar aðstandenda á aðlögunarferlinu voru þess eðlis að upprunalega verkið væri lítið annað en stikla til að standa á, en þannig er nú einu sinni nútímaleikhús og fáránlegur púrismi að vera sífellt að kalla eftir "textanum". Raunar er þetta "textaleikhús" oftast drepleiðinlegt.

Sýningin kom mér á óvart. Var miklu betri en ég ímyndaði mér. Stórskemmtileg raunar þótt dramatísk framvinda hennar sé í raun engin. Ívanov er staddur í "melankólísku ástandi". Hann kemst hvorki fram né aftur því hann er þunglyndur. Í stað samtalsmeðferðar og lyfja drekkur hann, sem eykur aðeins á kvíðaröskunina. Þetta er gott leikrit fyrir þá þjóð sem borðar mest af geðlyfjum í heimi. Hún getur speglað sig í rússneskum meðferðarúrræðum frá 19. öld. Sannast sagna ekki mjög áreiðanleg, en eru efni í leikrit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband