DV kemur á óvart

Ţađ er sígilt umrćđuefni hver jól hve bókagagnrýni er skammtađ lítiđ pláss í fjölmiđlum. En mig rak í rogastans í morgun ţegar ég sá sérstakan bókafjórblöđung í DV. Ţar er ekkert smá pláss tekiđ undir ritdóma og miklar kanónur ađ skrifa. Ţeir Jón Viđar Jónsson og Ármann Jakobsson, margreyndir og marktćkir gagnrýnendur, já og báđir sprengmenntađir menn og engir taglhnýtingar nokkurrar stefnu eđa klíku, skrifa ţar á ítarlegan og viti borinn hátt um bćkur. Ţótt ţeir séu ekki einir um hituna er mestur veigur í ţeim, sérstaklega Jóni Viđari, sem skrifar ítarlegan og gáfulegan dóm um bók Böđvars Guđmundssonar, Sögur úr Síđunni, sem Uppheimar gefa út. Hann er afar hrifinn af bókinni en ţađ skiptir svo sem ekki mestu, heldur ađ sjálfur dómurinn er međ tengingum til margra átta auk ţess sem bókin sjálf fćr ţann sem dćmir til ađ hugsa út og suđur, nokkuđ sem verđur furđulegt nokk ć sjaldséđara í ritdómum.

Ég vona ađ standardinn á ţessari umfjöllun haldi áfram á ţessari braut og ađ viđ nćstu fjórblöđungar verđi jafn magnađir og ţessi. DV kemur hér ţćgilega á óvart međ góđri umfjöllun og flottri uppsetningu á bókadómum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband