Svaka stór íslenskudagur!

Ţegar ég kom heim aftur frá Ţýskalandi haustiđ 1996 mćtti mér í gćttinni dagur íslenskrar tungu sem ţá virtist vera í umbođi Mjólkursamsölunnar. Á undraskömmum tíma varđ ţetta fyrirbćri ađ einum helsta hátíđisdegi ársins og orđinn sameign ţjóđarinnar. Ţađ má vera ađ mér skjátlist, en 1. desember, fullveldisdagurinn, hefur til ađ mynda algerlega horfiđ í skuggann af Degi íslenskrar tungu. Áherslan á stjórnmálatengda daga og hátíđarhöld hefur enda sífellt minnkađ í samfélaginu, 17. júní er til ađ mynda hvađ sem hver segir ekki lengur sá stórbrotni hátíđisdagur sem hann var. En Dagur íslenskrar tungu nýtur ţess ađ hann er samofinn starfi leik- og grunnskóla og ađ hann er fćđingardagur skálds sem er ótrúlega lifandi međ ţjóđinni ţrátt fyrir allt. Ţar skiptir miklu ađ stór hluti kvćđa Jónasar hefur veriđ tónsettur. Ţađ hefur alger úrslitaáhrif á viđgang skálda međ ţjóđinni til lengdar ađ hćgt sé ađ syngja kvćđi ţeirra og ađ söngvarnir nái útbreiđslu.

Í tilefni ţess ađ 200 ár eru liđin frá fćđingu Jónasar Hallgrímssonar (umrćđan um hvort einhver geti átt 200 ára afmćli hefur reyndar veriđ nokkuđ athyglisverđ) eru hátíđarhöldin í ár viđameiri en nokkru sinni fyrr. Ég var viđstaddur ţegar MS og Hvíta húsiđ opnuđu fyrir umferđ á hinn frábćra Jónasarvef nú í vikunni og hitti ţá skáldiđ Andra Snć Magnason sem fannst ekki nógu mikiđ tilstand, ţađ vantađi allt stórfútt í ţetta. Ţótt ađ sönnu hefđi veriđ gaman ef sett hefđi veriđ upp leysersjóv viđ Hraundranga held ég ađ mestu skipti hve samofin hátíđarhöldin eru skólastarfi. Ţađ hefur úrslitaáhrif til langframa.

Ţađ er í sjálfu sér ekki mikil útgáfa í kringum 200 ára afmćliđ enda heildarútgáfa, smćrri lestrarútgáfa og ćvisaga Jónasar allt fáanlegt á markađi. Og nú er ćvisagan líka fáanleg í kilju. En ég er nokkuđ spenntur yfir bókinni Yfir Hraundranga sem er safn greina um Jónas sem Sveinn Yngvi Egilsson tekur saman og Hiđ ísl. bókmenntafélag gefur út. Gott ađ fá ţetta á einn stađ ţví um daginn hnusađi ég ađeins ađ rannsóknarsögu Jónasar út af smá pistli sem birtist í Lesbók Mbl. á morgun og ţá kom mér á óvart hve mikiđ er til. Felst meginkvćđi Jónasar hafa veriđ rannsökuđ niđur í kjölinn og túlkanir og greiningar takast oft á. Ţröstur Helgason segir í Mogganum í morgun ađ til séu orđin "Jónasarfrćđi", og ţađ er áreiđanlega rétt.

En talandi um Mogga. Á forsíđu er fyrirsögnin: "Dagurinn aldrei veriđ stćrri". Er ţetta góđ íslenska? Stórir dagar? Segir mađur ekki: Hátíđarhöldin aldrei viđameiri eđa eitthvađ í ţeim dúr. Eru til dćmis til litlir dagar? Er ţetta ekki bara illa ţýdd enska? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband