13.11.2007 | 10:12
Barnabókaáriđ mikla
Bókatíđindin eru komin úr prentun. Ţau eru 288 síđur, í raun eins og bók. Ţau eru ţykkari en IKEA bćklingurinn. Í ţeim eru tćpir 800 titlar skráđir, fleiri en nokkru sinni. Ţađ voru 677 titlar í Bókatíđindum áriđ 2006. Í ár eru ţeir 797. Hvar má sjá ţessarar miklu aukningar stađ?
Í barnabókum ekki hvađ síst.
Ţetta er barnabókaáriđ mikla. Úrval bćđi frumsaminna og ţýddra barnabóka er gríđarlegt og nú koma inn á markađinn bókaflokkar sem fyrst og fremst er beint ađ drengjum, en lengi var um ţađ kvartađ ađ slíkt vantađi. Fyrir vikiđ verđur samkeppnin í ákveđnum efnisflokkum nokkuđ hörđ: Mál og menning sendir ţví frá sér Risaeđlubók en ţađ gerir Skjaldborg líka, sömuleiđis Sögur sem senda frá sér bókina Risaeđlurannsóknir og einnig Ćskan sem er međ "uppsprettibók" sem heitir Risaeđlur, varúđ! Sum sé: 4 risaeđlubćkur ađ velja úr. Í sjórćningageiranum logar allt: Bjartur sendir frá sér Sjórćningjafrćđi, Steinegg sendir frá sér Leyndardómar sjórćningjakafteins og JPV útgáfa er međ bókina Sjórćningjar. Allar ţessar bćkur höfđa til fleira en lestraránćgjunnar einnar, eru međ fylgihlutum og glóa og lýsa og snúast og góla. En einnig er ađ finna bćkurnar Sjórćningjar Karíbahafsins og Sjórćningjar Karíbahafsins - ţrautabók, sem eru Disney útfćrslur á sjórćningjamyndum Jerry Bruckheimers og Edda útgáfa (ţe. klúbbahlutinn), gefur út. En einnig má nefna bókina Sjórćningjar skipta ekki um bleiur sem JPV útgáfa gefur út og skođar sjórćningjaheiminn frá skondnu sjónarhorni. Ţá er ógetiđ límmiđabókar Unga ástin mín sem heitir: Límmiđafjör: Sjórćningjar.
Áriđ 1994, sem var eitt slappasta útgáfuár síđustu tveggja áratuga, komu út 35 frumsamdar íslenskar barnabćkur og 43 ţýddar. Í ár koma út 77 frumsamdar barnabćkur og 182 ţýddar. Áriđ 2006 komu út 51 frumsamin bók og 155 ţýddar. Ţađ ber ađ skođast ađ ţessar tölur eru skv. talningu úr Bókatíđindum sem ţýđir ađ ţetta eru bćkurnar sem útgefendur ćtla inn á samkeppnismarkađ. En samkvćmt ţessu er aukning í útgáfu barnabóka ein og sér nćrri helmingur af aukningunni milli áranna 2006 og 2007.
Áriđ 2007 er međ öđrum orđum barnabókaáriđ mikla.
Já, og fyrir 10 árum, áriđ 1997, voru 392 titlar í Bókatíđindum. Ţađ eru međ öđrum orđum helmingi fleiri bćkur í Bókatíđindum í ár en fyrir áratug.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.