Besta lesning dagsins

Það er um margt rétt sem sagt er að bloggið hafi ekki gert okkur fróðari eða bættari og að megnið af því sem þar finnist séu óígrunduð og móðursýkisleg upphlaup út af smámunum í fjölmiðlum. En mér finnst vænt um marga bloggara og les skrif þeirra með ánægju. Einn þeirra er Kári Harðarson sem í dag færir okkur þýðingu á grein eftir þann merka mann Thoreau sem er heilnæm lesning á þessum degi. Þær skoðanir og þau viðhorf sem koma þar fram eru fullkomlega á skjön við stefnu íslenskra fjölmiðla, hugmyndafræði íslensks samfélags og þau gildi sem haldið er á lofti í öllum morgunkornum og morgunverðarfundum sem dritað er niður yfir vetrarmánuðina til andlegrar uppbyggingar íslenskum óorðnum auðmönnum.

Sjá blogg Kára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband