Stóri Google dagurinn í dag

Í dag verđur sátt Google og bandarískra útgefenda og höfunda tekin fyrir dóm í New York. Fyrir um mánuđi síđan ákvađ dómari ađ fresta málsmeđferđinni um mánuđ til ađ gefa andmćlendum betri tíma til ađ koma sínum sjónarmiđum á framfćri og endurskođa sáttina međ hliđsjón af áhyggjum erlendra útgefenda af ţví ađ sáttin náđi einnig til bóka sem ekki hafa veriđ gefnar út í Bandaríkjunum og eru á erlendum málum. Međ skilgreiningu sáttarinnar á ţví hvađ vćri "commercially available" voru í raun allar bćkur sem bandarískir neytendur gátu pantađ á netinu innifaldar í sáttinni. Ţessu hafa einkum ţýskir, sćnskir og franskir útgefendur viljađ breyta og nú síđast hafa stjórnvöld ţessarra landa blandađ sér í máliđ og raunar einnig kínversk stjórnvöld.

Auk ţessa hafa fyrirtćki Vestanhafs sem og samkeppnisyfirvöld viljađ koma í veg fyrir ýmsa ţćtti í sáttinni sem brjóta í bága viđ ýmislegt í hringamyndunarlöggjöf og samkeppnislöggjöf Bandaríkjanna. Ţađ er ţví ekki víst ađ sáttin verđi samţykkt fyrir dómi.

Tekjur Google af sölu stafrćnna bóka munu ađ nokkru leyti renna til nýrrar stofnunar, Books Right Registry, sem verđur ađ öllum líkindum eitt valdamesta apparat framtíđarinnar í stafrćnni bóksölu. Nú ţegar hafa stađiđ yfir miklar hrókeringar og átök um hver eigi međlimi ţar í stjórn. Ef sáttin stenst fyrir dómi í dag verđur ţađ hlutverk ţessarar stofnunar ađ útdeila öllum hugsanlegum tekjum af stafrćnni sölu verka sem Google skannađi úr safneign stórra bókasafna.

Međ breytingum á sáttinni er meginviđhorf evrópskra útgefenda viđurkennt, ţ.e. ađ mađur sćki um ađ fá ađ nýta höfundarrétt verka til ţeirra sem eiga höfundarréttinn en byrji ekki á ţví ađ setja verkin á markađ og láta svo ţeim sem eiga höfundarréttinn eftir ađ sćkja rétt sinn. Ţessi umsnúningur hefur veriđ mikiđ gagnrýndur, ekki síst fyrir ţá sök ađ ţar međ er hefđbundinni bókaútgáfu gert erfitt fyrir í samkeppninni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband