Á Degi íslenskrar tungu

Viđ lifum nú einhverja merkilegustu og stormasömustu tíma íslenskrar sögu. Allar helstu fjármálastofnanir landsins, fyrirtćki sem voru táknmyndir fyrir sókndirfsku og hugvit íslensku ţjóđarinnar, hafa beđiđ skipbrot, orđstír Íslands á alţjóđavettvangi er alvarlega laskađur og almenningur býr sig undir ađ mćta miklum efnahagserfiđleikum. Líkt og önnur fyrirtćki í landinu hafa bókaútgáfur ekki fariđ varhluta af ástandinu. Erfiđleikar viđ erlend viđskipti og fjármögnun sem flest íslensk fyrirtćki stríđa viđ gera bókaforlögunum einnig skráveifu.

Ef marka má Bóktíđindi í ár hafa bókaútgefendur engu ađ síđur mikla trú á ađ ţeir eigi hlutverki ađ gegna á íslenskum neytendamarkađi. Áriđ 2007 höfđu titlar í Bókatíđindum aldrei veriđ fleiri, rétt 800 talsins. Ţeir eru íviđ fćrri í ár, 760, en samt fleiri en áriđ 2006 og sé horft áratug aftur í tímann sést ađ fjölgunin er mikil, áriđ 1998 voru titlar í Bókatíđindum 418 talsins. Bókaútgáfa stendur ţví međ blóma á Íslandi um ţessar mundir. 

Bókaútgáfa er einn elsti atvinnuvegur ţjóđarinnar. Ef landbúnađur og sjávarútvegur eru frátöld stendur engin atvinnustarfsemi í landinu á jafn gömlum grunni. Frá ţví fyrir miđja sextándu öld hafa Íslendingar hćtt fé sínu í ţví skyni ađ koma út á ţrykk bókum. Fyrst í ţví skyni ađ kynna landsmönnum ný viđhorf í byltingarumróti siđbreytingarinnar. Seinna í ţví skyni ađ treysta í sessi lúterska guđfrćđi og enn seinna til ađ skemmta, frćđa og opna nýjar víddir, fćra heiminn heim til fólks.

Bókaútgefendur samtímans byggja enn á sama grunninum. Ţeir gefa út bćkur fyrir íslenskt málsamfélag svo ţar fái ţrifist frjáls tjáning og öflug skođanaskipti, sagnagleđi og ljóđalist. Ţađ er enginn bilbugur á ţeim og ástćđan er einföld: Varan sem ţeir senda á markađ hefur algera sérstöđu. Enginn getur haldiđ ţví fram ađ hún sé ţađ korn sem fylli mćli íslenskrar efnishyggu. Enginn trúir ţví ađ hún ćsi upp kaupćđi almennings og setji ţjóđarhag á slig. Ţvert á móti. Allir vita ađ bókin svarar spurn fólks jafnt eftir andlegri uppbyggingu sem andlegu umróti á tímum ţegar allt virđist gert úr vindi. Hafi einhvern tíma veriđ ţörf fyrir ađ lesa bćkur til ađ skerpa á reiđinni, sefa hugann, skemmta sér á síđkvöldum eđa átta sig á sjálfum sér ţá er ţađ nú. Nú er tími bókarinnar.

(Ađfaraorđ Bókatíđinda 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband