Ástandiđ

Hvernig lítur ţetta "ástand" út sem allir eru ađ tala um? Á morgun ćtla ég niđur á Austurvöll ađ forvitnast betur um ţađ. Ţetta "ástand" virđist vera einhvers konar andi sem sveimar um, draugur sem gengur ljósum logum um landiđ og miđin og allir eru helteknir af nema ríkisstjórnin, auđmennirnir, fjármálaeftirlitiđ og seđlabankastjórnin. Ţar fer hin fjórhöfđa eining ástandsleysisins.

Vandamáliđ virđist ţví vera ţetta: "Ástandiđ" sem mađur er ađ mótmćla án ţess ađ vita nákvćmlega í hverju ţađ felst skilgreinist af andstćđu sinni: Ţađ er ekkert ástand í FME, ríkisstjórn, í ríkamannaklúbbnum og Seđlabanka. Ţar er valdastéttin ađ plotta en almenningur er allur í "ástandinu". Ástandiđ sem konur voru í á árunum 1940 og fram til stríđsloka er ţví hlutskipti allra núna. Viđ erum ástandsbörn. Ef marka má auglýsingar og eldmóđsgreinar Einars Más Guđmundssonar. Sú nýjasta í dag er reyndar ekki ástandsgrein nema ađ hluta. Ađ mestu leyti er hún frambođsrćđa Vinstrihreyfingarinnar grćns frambođs međ dćmigerđum pólitískum málskrúđsrósum.

Hvađ er ţá "ástandiđ"? Ég er mjög spenntur ađ sjá ţađ og ţess vegna fjölmenni ég á Austurvöll á laugardaginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband