13.11.2008 | 12:39
Almannatengsl á 16. öld
Ég held á fyrsta eintaki Bókatíđinda 2008. Ţađ kom úr vélinni hjá Odda í morgun. Bókatíđindin eru mjög stór, raunar eru ţetta önnur stćrstu Bókatíđindi allra tíma, međ um 750 titla á skrá. Ţau hafa heldur aldrei veriđ prentuđ í jafn stóru upplagi, 125.000 eintökum.
Í ţeim er auglýsing um nýja ţýđingu á fyrstu útgefnu bók hins mikla andlega verndara Crymogeu, Arngríms Jónssonar lćrđa frá Mel í Miđfirđi. Ţetta er ritiđ Brevis commentarius de Islandia sem kom út í Kaupmannahöfn áriđ 1593. Ţar tekst Arngrímur á viđ ađstćđur sem okkur eru nú ađ góđu kunnar:
Ísland er útsett fyrir misskilningi, rangfćrslum og níđi í erlendum fjölmiđlum. Til ađ mćta ţessari neikvćđu mynd skrifar hann bók eftir bók á latínu og kemur í dreifingu og prent erlendis, fyrst í Kaupmannahöfn en síđan í Hamborg. Markmiđiđ er ađ bćta ímynd Íslands á erlendum vettvangi. Í ţví skyni túlkar Arngrímur sögu landsins upp á nýtt og setur menningu ţess og bókmenntir og sögu í nútímalegt samhengi endurreisnarinnar.
Sögufélagiđ gefur ţessa bók út. Hér kynnist fólk ţví enn og aftur ađ almennatengsl eru samofin nútímanum. Arngrímur notađi bókaútgáfuna og prentiđ, sem ţá var helsti fjölmiđill heims og notađi helsta samskiptamiđilinn innan fjölmiđlunarinnar, latínuna, til ađ koma á framfćri hugmyndum um hvernig bćri ađ skilja ímynd Íslands og ţar međ sjálfmynd íslensku valdastéttarinnar.
Ţetta varđ meginverkefni lífs hans. Hann sat á Hólum í nćrri 30 ár og sinnti ímyndarkynningu međfram öđrum störfum, s.s. ađ reka prentsmiđju, stýra skóla og kennslu og halda utan um rekstur biskupssetursins og ríkja á stólnum sem einskonar skiptaráđandi um hríđ. Afraksturinn var sá ađ í nćrri tvćr aldir tókst honum ađ ná merkilegu tangarhaldi á orđrćđu útlendinga um Ísland, en ekki síst ađ byggja upp orđrćđu Íslendinga sjálfra um sig. Hugmyndir hans um ađ íslenska sé elsta tungumál heims eđa ađ Íslendingar séu frjálsbornir menn sem ekki láti kúga sig, eru okkur enn í dag síđur en svo framandi. Ţćr voru hins vegar dćmigerđar endurreisnarhugmyndir.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.