Listin er löng en lífið stutt

Og þess vegna gefum við hjá Crymogeu út listaverkabækur. Sú fyrsta er bók um verk Guðrúnar Einarsdóttur og kemur nú í búðir en formleg útgáfuhátíð var síðasta fimmtudag þegar sýning Guðrúnar var opnuð í i8 galleríi. Hún kostar ekki nema 2.980 kr. út úr búð.

Þetta er fyrsta bókin í ritröð sem Crymogea gefur út um íslenska samtímalistamenn og sem Listasjóður Dungal styrkir. Mitt í eymdartalinu sem er að verða að sérstakri íþróttagrein er hægt að búa til fallega gripi sem treysta þræðina sem halda saman stolti okkar og trú á að andlegt líf verði með blóma hér um slóðir til framtíðar þótt mörgum sýnist annað blasa við einmitt nú. Þetta er hægt með dyggum stuðningi framsýns fólks á borð við þau hjón Gunnar Dungal og Þórdísi Öldu Sigurðardóttur sem veita Listasjóðnum forstöðu.

Bókin er hönnuð af Snæfríði Þorsteins. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar undanfarin ár fyrir hönnun. Hún var tilnefnd til Myndstefsverðlauna nú í ár fyrir hönnun sína ásamt Hildigunni Gunnarsdóttur. Þær hafa fengið margvísleg verðlaun saman og í sitt hvoru lagi, til að mynda hönnunarverðlaun FÍT fyrir hönnun á sælgæti fyrir safnabúð Þjóðminjasafns Íslands og fyrir prentefni og útlit safnaverslunar Landnámsseturs í Aðalstræti.

Kíkið endilega: http://bokatidindi.oddi.is/listi/lysing.php?book_id=5505

Bókin fæst í Eymundsson í Austurstræti og Kringlu, BMM við Laugaveg og í Listasafni Reykjavíkur auk i8 Gallerís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband