3.10.2008 | 21:41
Síðustu bjartsýnisljóð
Bjartsýnin vefst nú fyrir mér og þér eins og bögglað roð
eins og skorpið og skrælnað roð
á síðkvöldum og snemma nætur ...
Alltjent megum við vita: að bjartsýnisafglaparnir eru vorkunnar verðir,
og þó afglapar séu fá þeir sjálfir að súpa seyðið af óvizku sinni;
blindan stoðar þá aðeins um sinn,
árátta sjálfsblekkingarinnar býr þeim
eyðilegan næturstað.
Því að ótíðindin skella á þeim að lokum, ótíðindin
sem endanleg niðurstaða: slys og ósigur,
svívirðan, auðmýkingin og hneykslið mikla.
Hrós á því skilið sá sem segir:
ég hef ekki ævinlega kjark til að hugsa um morgundaginn",
vegsömum grandvarleik og vizku þess manns!
En engu að síður:
engu að síður kann hann að ganga ótrauður út í morguninn
eftir þvílíka nótt.
Sigfús Daðason
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.