24.1.2008 | 00:18
Lćknir lćkna sjálfan ţig
Tveir lćknar. Annar lćknar hinn. Síđan ćtlar hinn ađ lćkna heila borg, heilt samfélag. Til ţess verđur hann ađ svíkja hinn lćkninn. "Ger ţú ţađ sem ţú ţarft ađ gjöra." Lćknirinn er einn, allir hafa yfirgefiđ hann, gamlir samherjar afneita honum. "Ég ţekki ekki ţennan mann." Innan tveggja vikna byrjum viđ ađ íhuga ţessa sögu, einhver les í útvarpiđ eftir tíufréttir: "Upp, upp mín sál" "Ţiđ skiljiđ ekki nú ţađ sem ég gjöri, en ţeir tímar koma ađ ţiđ skiljiđ ţađ." Viđ erum ađ fást viđ frásagnarminniđ Jesúgervinginn. "Lćknir lýđa" hefur tekiđ á sig ţann kross ađ bera íbúa borgarinnar út úr örvinglan, sundrung og ógćfu. Ţađ mun brátt koma ađ ţví ađ hann ţarf ađ opinbera hver sendi hann og hiđ sanna sem ritađ var kemur í ljós.
Borg sem er stjórnađ af lćknum. Sem lćkna hvor annan.
Minnir mann á alla lćknana sem skrifuđu skáldskap. Fáar ef nokkrar stéttir eru jafn bókmenntalegar og lćknar. Eitt af mínum uppáhaldsskáldum, Gottfried Benn (1886-1956), var lćknir. Ţjónađi á vígvöllum tveggja heimsstyrjalda. Hér er ljóđ úr fyrra stríđi, "O Nacht -", tekiđ úr bókinni "Fleisch" eđa "Kjöt" sem kom út 1917 :
-
- Ó, nótt, ég hafđi fengiđ mér kókaín
- og blóđgjöf var í fullum gangi
- háriđ gránar, árin hverfa
- ég verđ, ég verđ svo ógnarhratt
- ađ blómstra rétt einu sinni fyrr en fölna
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.