Góđur gangur í bóksölu

Ţađ er gott hljóđ í bókaútgefendum nú ţegar vertíđin er komin á fullt. Forlagsmenn eru á ţví ađ fram til ţessa hafi salan fari fram úr björtustu vonum og sama má segja um Bjart/Veröld og mörg önnur útgáfufyrirtćki: Mikiđ frambođ á bókum hefur hvetjandi áhrif á söluna. Enn er of snemmt ađ segja til um hvernig topp tíu listarnir rađast upp, en gera verđur ráđ fyrir ađ ţćr bćkur sem komist ţangađ inn um miđjan desember verđi eins og á síđustu árum ađ seljast í um 5000 eintökum hiđ minnsta.

Sem dćmi um hve mikla trú menn hafa á sölunni má nefna ađ Forlagiđ hefur látiđ setja í gang metprentun á Arnaldi Indriđasyni, en ný sending af Harđskafa er nú á leiđ frá Svíţjóđ svo alls hafa veriđ prentuđ 25.000 eintök. Harry Potter var prentađur í 15.000 eintökum og taliđ líklegt ađ 5000 ţurfi til viđbótar. Ítalskir réttir Hagkaupa mun víst vera prentuđ í 20.000 eintökum til ađ byrja međ en svo ţurfi meira brátt ađ koma. Enn annađ dćmi um góđa trú á góđri sölu er ađ Ţorgrímur Ţráinsson prentađi 10.000 eintök af Hvernig gerirđu konuna ţína hamingjusama, og ljóst er ađ ef sem fram heldur međ sölu munu ţau ganga til ţurrđar. Leyndarmáliđ mun nú vera fariđ ađ tikka í annan tuginn og er enn í sölu ţannig ađ hún gćti endađ í um 15.000 eintökum.

Gera má ráđ fyrir ríflegum endurprentunum á ţeim titlum sem helst eru í umferđ eru umtalađir ţessa dagana á borđ viđ Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur og Ćvisögu Guđna Ágústssonar eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Ţađ sama á viđ Hníf Abrahams eftir Óttar Martin Norđfjörđ, Ösku Yrsu Sigurđardóttur, Rimla hugans eftir Einar Már Guđmundsson, Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson, Gćlur, fćlur og ţvćlur eftir Ţórarinn Eldjárn og Sigrúnu Eldjárn.

En ţađ má ekki gleyma ţví ađ ţegar 800 bćkur eru á markađi eru ţađ ekki bara topparnir sem skipta máli, ţađ er ađ ná sem bestri sölu sem víđast. Á ţví lifa sérstaklega forlög sem eru međ breiđan útgáfulista. Langbreiđasti útgáfulistinn er hjá Forlaginu sem dekkar í raun allar hugsanlegar kategóríur íslenskrar útgáfu. Ţar er hugsunin sú ađ ţađ eru ekki toppsölurnar sem skipta mestu máli, mestu máli skiptir ađ vera međ sem fćst flopp.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband