Hvađ er ađ seljast?

Ţrír bóksölulistar eru nú birtir í fjölmiđlum: Listi Eymundssonar í 24 stundum og Fréttablađinu, listi Félagsvísindastofnunar í Morgunblađinu og sölulisti Hagkaupa í DV.

Ţađ er á engan hallađ ţegar sagt er ađ listi Félagsvísindastofnunar sé sá marktćkasti, ţví ţar er úrtakiđ stćrst. Ţar var hin nýja ítalska réttabók Hagkaupa efst á lista, en hún er einkum seld í Hagkaupum, eins og gefur ađ skilja, á ótrúlega lágu verđi sem venjulegir bókaútgefendur geta alls ekki keppt viđ. Samtvinnun dagvörusölu, bókaútgáfu og hárra upplaga gerir ţađ mögulegt ađ selja litprentađa og veglega bók á ađeins 1500 kall. Ţađ er jafn há upphćđ og kostar pr. eintak ađ prenta bćkur í lit í fáum eintökum, bara til ađ skýra samanburđinn.

Sjálfur listi Hagkaupa sem birtist í DV sýnir hins vegar ađ áhyggur manna af ţví ađ sameining JPV og Eddu útgáfu myndi leiđa af sér algjöra yfirburđastöđu eins ađila á bókamarkađnum eiga ekki viđ rök ađ styđjast. Samkvćmt honum á Forlagiđ eina bók á topp 10 listanum: Harđskafa eftir Arnald Indriđason.

Bjartur/Veröld á flestar bćkur á listanum eđa 4 (Harry Potter, Skilabođaskjóđan, Aska, Sjórćningjafrćđi).

Fjölvi, Hagkaup, Útkall, Salka og Andi eiga hvert sína bókina. Leyndarmáliđ heldur til ađ mynda áfram sigurgöngu sinni, Ţorgrímur Ţráinsson kennir enn hvernig finna má leyndarmál hamingjunnar, enn einu sinni eru björgunarsveitirnar kallađar út og heimta ţyrluna strax! og börn lćra nú ađ elda fyrir foreldra sína sem koma ţar međ mikilvćgum verkţćtti á heimilinu yfir á ţeirra herđar. Sjálfir ćtla hinir fullorđnu nú hins vegar ađ kokka á ítalska vísu međ Leifi á La Primavera.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband