Saga steyptra vega

Fćrsla sem ég skrifađi um daginn um einnar bókar útgáfur hefur kallađ á nokkur viđbrögđ. Fólk finnur sig knúiđ til ađ segja mér frá bókum sem eru úr alfaraleiđ, oftast bókum sem ţađ hefur fengiđ upp í hendurnar fyrir tilviljun eđa vegna atvinnu sinnar.

Ţannig hef ég veriđ minntur á bók um sögu svínarćktar á Íslandi sem kom út áriđ 2005 og er eftir Friđrik G. Olgeirsson, sem er einn af afkastamönnum einnar bókar útgáfunnar. Raunar er hann nú ađ fćrast meira í fang í markađslegu tilltii í ár en oft áđur međ bók sem samkvćmt Bókatíđindum virđist vera hvorki meira né minna en ćvisaga Davíđs Stefánssonar frá Fagraskógi og gefin er út af JPV. Enn hefur lítiđ veriđ fjallađ um hana í fjölmiđlum en sjálfsagt mun koma ađ ţví. En saga svínarćktarinnar er raunar heildstćtt yfirlitsrit sem fjallar um svínarćkt á Íslandi frá landnámi til vorra daga. Kunningi minn, eđalblađamađur hér í borg, benti á ađ ţađ sem hann hefđi lćrt af ţessari bók vćri ađ alisvín vćru feitari um lćrin en villisvín holdmeiri um bógana. Ţótt ekki vćri nema fyrir ţetta eitt hefđi lesturinn borgađ sig.

Annar minnti mig á útgáfuverk bókaútgáfunnar á höfuđbólinu Hofi í Vatnsdal ţar sem Gísli bóndi Pálsson rćđur ríkjum. Gísli heldur uppi merkjum húnvetnskra útgefenda en ţar er annars fátt orđiđ um fína drćtti ţótt annađ slagiđ sjái mađur reyndar rit úr Vestursýslunni, til dćmis frá Guđrúnu M. Kloes. Gísli hefur veriđ ótrúlega ötull viđ ađ gefa út grundvallarverk um íslensk húsdýr, til ađ mynda bók um íslenska fjárhundinn, sem er mikiđ gersemi og er á ţremur tungumálum. Hann gaf lengi út safnritiđ Hestar í norđri sem er ótrúlega viđamikiđ safn og kom einnig ađ hluta til út á ţýsku og ensku. Bók Jóns Torfasonar, eđalhúnvetnings, um íslensku sauđkindina var líka gefin út á Hofi, frábćrlega vel skrifuđ bók sem er unun ađ lesa bara fyrir orđfćriđ.

En ţađ sem kćtti mig ţó mest var melding frá gömlum samstarfsfélaga á Eddu sem frćddi mig á ţví ađ ţađ vćri langt í frá langsótt ađ kalla eftir sögu bundins slitlags. Nú ţegar hefđi veriđ rituđ saga steyptra vega á Íslandi, gagnmerkt og myndskreytt rit eftir sérfrćđing. Ţetta er bókin Steyptar götur og vegir, ţróunarsaga 1938-1998 eftir Njörđ Tryggvason verkfrćđing sem vann lengi hjá Sementsverksmiđju ríkisins á Akranesi. Niđurstađa höfundar mun vera ađ miklu endingarbetra sé ađ nota steinsteypu til vegagerđar en malbik. Útgefendur voru Sementsverksmiđan og Vegagerđin. Bókin kom út áriđ 1999.

Í samantekt sem viđ hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda gerđum fyrir opinberan ađila kemur í ljós ađ af ţeim útgefendum sem skrá bćkur sínar í Bókatíđindi gefa um 25 útgefendur ár hvert út 4 bćkur eđa fleiri. Hins vegar gefa um 70-80 útgefendur út fćrri en 3 bćkur. Áriđ 2005 gáfu ţví 75 útgefendur sem allir gáfu út 1-3 bćkur ţađ ár út 101 titil. Alls gáfu 103 útgefendur út 620 titla. Ţetta sýnir vel ađ stóru og međalstóru bókaútgáfurnar bera uppi magniđ á samkeppnismarkađi. En sýnir líka hve fjöldi smáútgefenda er mikill ţví leiđa má ađ ţví líkur ađ tugir einnar til ţriggja bóka útgáfna skrái ekki bćkur sínar í Bókatíđindi. Ţađ eru ţví á bilinu 100-110 útgefendur sem hvert ár gefa út um 150-160 titla.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband