Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Kiljan á ný

Kiljan fór vel af stað. Þetta var eins og skotið við rásmarkið. Haustið er byrjað, haustútgáfan er byrjuð og allt er að gerast. Sérstaklega gaman að viðtalinu við Ngugi Wa Thiong’o sem er djöfull flottur karl og alltaf gaman að tungumálapælingum eins og hann var með. Afrískar bókmenntir eru líka svo skemmtilegar og magnaðar. Eiginlega ættum við að lesa miklu meira af afrískum bókmenntum því ótrúlega margt í þeim endurspeglar okkar sögu. Við erum nær Afríku en langtgengnum menningarmiðstöðvum Evrópu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband