Ekki uppseld ... bara búin

Flora Islandica, hátíđarútgáfa flóruteikninga Eggerts Péturssonar, hefur fengiđ afar vinsamlegar viđtökur. Bókin er gefin út í 500 tölusettum og árituđum eintökum, en ţví miđur komu ađeins 100 eintök til landsins fyrir jólin međ flugsendingu, hin 400 eintökin eru á leiđinni í skipi. Ćtli ţau séu ekki á slóđum sjórćningja á Adenflóa eins og stendur.

Ţessi fyrstu 100 eintök hurfu á ţremur dögum. Fyrsta sending er algerlega uppseld. En ţađ verđa til bćkur um miđjan janúar og ţví erum viđ hjá Crymogeu búin ađ gefa út gjafakort sem hćgt er ađ kaupa og eru ígildi bókar. Eigendum verđa síđan afhent eintök um leiđ og ţau berast til landsins.

Fréttablađiđ sló ţví upp í fyrirsögn ađ bókin vćri "uppseld", en ţađ er sum sé ekki allskostar rétt, enda kom annađ á daginn ţegar mađur síđan las fréttina. Ţarna var hiđ klassíska misrćmi fréttar og fyrirsagnar á ferđinni. Enn eru til um 340 eintök og hćgt ađ panta ţau, fá gjafakort og innheimta síđan, eđa ţá bara skrifa sig fyrir eintaki. crymogea@crymogea.is eđa í síma 8997839.

Bókin verđur til sýnis í Iđu í Lćkjargötu fram á ađfangadag en einnig er hćgt ađ bera hana augum, ţó ekki fletta, í glerkassa í versluninni Leonard í Kringlunni, en ţar er lika til sölu hjartaarfameniđ sem Eggert teiknađi en Sif Jakobs smíđađi og útfćrđi. Ađ sjálfsögđu er bókin opin á hjartaarfanum og ţar hangir líka málverk Eggerts af hjartaarfa, ţannig ađ ţarna í Leonard gefst í raun magnađ tćkifćri til ađ virđa fyrir sér ţróun mótvís hjá sama listamanni, allt frá teikningu sem gerđ er áriđ 1982 til málverks sem unniđ er á síđustu árum til teikninga sem sýna hugmyndina á bak viđ skartgripinn.

FLORA ISLANDS

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband