Best seldu bćkurnar

Á miđvikudögum birtast bóksölulistar Morgunblađs og Eymundssonar. Listarnir í dag eru "stóru listarnir", ţeir sem gefa gleggsta mynd af ţróuninni og sýna um leiđ hvert straumurinn liggur síđustu söludagana, en nú eru 6 söludagar eftir, stór helgi og svo mjög stórir dagar á mánudag og ţriđjudag nćstu viku.

Fyrir viku síđan virtist markađshlutdeild forlaganna, annarra en hins stóra Forlags, vera ađ ţynnast út, ţví alls skiptu 18 forlög 25 sćtum á milli sín. Ţetta breytist nú nokkuđ. Forlög á borđ viđ Hóla og Ćskuna koma nú inn međ ákveđnari hćtti, enda gefa ţau saman út megniđ af ćvisöguflóru ársins. Ţađ hefđi einfaldlega veriđ undarlegt ef enginn ţessara bóka hefđi náđ ađ komast inn á ćvisagnalistann. Hins vegar nćr engin ćvisaga inn á lista 10 mest seldu bókanna, sem segir sitt um ţann mikla ţunga sem er á skáldverkunum ţessi jólin.

Hlutdeild forlaganna í 50 bóka listum og 5 flokkum Mbl. listans er svona:

  • Forlagiđ 25
  • Bjartur/Veröld 4
  • Hólar 3
  • Hagkaup 2
  • Salka 2
  • Tindur 2
  • Ugla 2
  • Ćskan 2
  • Dimma 1
  • Edda 1
  • EXPO 1
  • Nói-Síríus 1
  • Sjómannadagsráđ 1
  • Sögur 1
  • Uppheimar 1
  • Útkall 1

Forlagiđ heldur sinni stöđu. Ber raunar höfuđ og herđar yfir ađra á skáldsagna- og barnabókalista en á einnig sína hlutdeild í almenna listanum og ćvisagnalistanum, alls 3 titla á báđum. Ţar eiga önnur forlög hins vegar leik, sem og stórmarkađirnir og fyrirtćkin, en slík útgáfa er svo sem engin nýjung, en er áberandi ţessi jólin. Fyrirtćki eđa ađliar sem stunda annars konar starfsemi en bókaútgáfu eiga 5 titla á listunum ţessi jólin.

Ţessi ţróun er áhugaverđ. Ţegar smásalinn gefur út bók sem hann selur í samkeppni viđ ađra vöru hlýtur ađ halla á "útlendingana". Ţađ er ţví á mörkunum ađ bók Nóatúns, Veisluuppskriftir Nóatúns, uppfylli ţađ sem stendur í haus Bóksölulistans, ađ hann skuli ná yfir bćkur sem eru "í almennri dreifingu". Hún er nú komin í hinar Kaupássbúđirnar, en ég hef áreiđanlegar heimildir fyrir ţví ađ salan hafi í upphafi veriđ einskonar "forlagssala", ţ.e. öll salan var skrifuđ út úr Nóatúni á Selfossi, og ţótt Sunnlendingar séu bókelskir er erfitt ađ sjá ađ ţeir hafi keypt mörg ţúsund eintök á einni viku af Veisluuppskriftum Nóatúns. Forlög eru ekki međ sína heimasölu inni á listunum, sem er ţó talsverđ, og ţví skýtur ţetta skökku viđ.

Yfirburđir Forlagsins algerir. Ţađ munar 21 sćti á ţeim og nćsta forlagi, Bjarti/Veröld. Forlagsflóra okkar er stödd á milli mjög öflugs og stórs útgefanda sem forvaltar megniđ af andans auđi okkar samtíma og svo Haga, Kaupáss og Nóa-Síríuss og annarra slikra sem hasla sér nú völl sem útgefendur. Spurning nćstu missera er hvernig framtíđ ţeirra sem eru á ţessu bili getur litiđ út, hvernig verđur best ađ marka sér áherslur og finna sína viđskiptavini.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband