30.11.2008 | 10:01
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Það verður tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna næstkomandi þriðjudag, 2. desember. Spennan er einkum í flokki fagurbókmennta þar sem mjög margir af okkar fremstu höfundum senda frá sér skáldverk í ár.
Tilnefningaathöfnin fer fram á Háskólatorgi sem er nýjung þar sem tilnefningaathöfnin hefur verið bundin við sjónvarpssal um langt árabil. Nú breytir Félag íslenskra bókaútgefenda hins vegar til og verður spennandi að sjá hvernig það virkar.
Hvet alla áhugamenn um bækur og bókmenntir til að fylgjast með.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.