Endurkoma Ríkisins

Á einni helgi ţurrkuđust út völd fjármálastéttarinnar. Stjórnmálamenn hafa aftur fengiđ völdin. Ţjóđin er ringluđ og ráđţrota og fólk er nćstum ţví međ óráđi, ţađ er Untergangsstimmung í loftinu, síđustu dagarnir í byrginu, Rússarnir eru ađeins 12 kílómetra frá miđborginni, sprengjunum rignir.

Allir mćna til stjórnmálamannanna um leiđsögn en ţeir virđast ekki enn hafa áttađ sig á ţví ađ ţeir eru ađalgaurarnir. Ţeir eru í hinni fullkomnu ađstöđu hins raunverulega valdamanns. Hann getur haft algera stjórn á lýđ sem veit ekki sitt rjúkandi ráđ en mćnir vonaraugum til Valdsins. En enn virđist ekki nema einn mađur hafa áttađ sig á tćkifćrinu: Davíđ Oddsson. Í ríkisstjórninni virđist ekki vera einn mađur eđa kona sem hefur raunverulega tilfnningu fyrir valdinu og hvađ í ţví felst. Hefur virkilega enginn lesiđ Machiavelli? Sú "fortuna" sem ţeim nú fellur í skaut geta ţau nýtt til ađ treysta völd sín, hafi ţau ţađ minskunnarleysi sem ţarf,  ţađ "virtú" sem skiptir máli. En mađur sér ţess ţví miđur ekki stađ í fari stjórnmálastéttarinnar. Ţađ er eins og hún sakni ţess ađ vera afgreiđslustöđ fyrir bankana.

Machiavelli sagđi um lukkuna: hana verđur ađ berja til hlýđni og hún elskar ţá ungu og djörfu. Nú er hún horfin frá ţeim sem eitt sinn voru djarfir og komin til stjórnmálamannanna ađ nýju. Ţá er gott ađ hafa í huga: "Sia meglio essere impetuoso che respettivo".

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband