Dagar bókanna

Vika bókarinnar hefst nú á mánudaginn. Hún er séríslensk uppfinning, hnituđ í kringum alţjóđlegan dag bókarinnar og höfundarréttar sem UNESCO kom á fót og setti niđur 23. apríl, á messu heilags Georgs, sem alveg óvart er afmćlisdagur Halldórs Laxness. Í ár er Vika bókarinnar raunar haldin í tíundasta skiptiđ.

Draumur bókaútgefenda, bóksala og höfunda hefur frá upphafi veriđ ađ ţessi tími vćri einhvers konar allsherjar hátíđ bókanna, ţá myndi samfélagiđ ekki snúast um annađ en bćkur í nokkra daga. Ţađ markmiđ á enn eftir ađ uppfyllast en ţađ má hugga sig viđ ađ skrefin í áttina ţangađ eru jafn mikilvćg og leiđarlokin.

Ástćđan fyrir ţví ađ UNESCO valdi ţennan dag er ađ á messu heilags Georgs er haldiđ upp á sérstakan dag bóka og rósa á Spáni. En hćst rís ţó hátíđin í Katalóníu. Heilagur Georg er verndardýrlingur Katalóna og ţar varđ til sú hefđ ađ gefa á ţessum degi sérhverjum bókakaupanda rós í kaupbćti. Úr varđ svo gífurleg kaupmennskuhátíđ ađ myndarlegur partur heildarársveltu bóksölunnar í Katalóniu grundvallast á ţessum eina degi. Ţar sem bóksöluhefđir okkar hafa frá seinna stríđi veriđ í beinu sambandi viđ jólaverslunina og miđast viđ smekk annarra en kaupenda bókanna (viđ keyptum bćkur fyrir ađra en okkur sjálf) höfum viđ, eins og raunar margir ađrir, séđ ţessa katalónsku hefđ í mildu draumljósi.

Enn og aftur ţurfum viđ meiri og betri rannsóknir á bókamarkađinum til ađ geta fullyrt nokkuđ um breytingar á honum en ţađ var athyglisvert ađ sjá niđurstöđur úr árlegri Capacent-könnun Félags íslenskra bókaútgefenda ţar sem spurt var um "einkaneyslu" bókakaupenda. Ţar kom fram ađ nálega 70% ađspurđra höfđu keypt bćkur handa sjálfum sér á árinu 2007. Fólk var ekki beđiđ um ađ sundurliđa ţađ frekar ţannig ađ hér eru áreiđanlega ađ hluta skyldukaup, svo sem skólabćkur, en miđađ viđ ţađ sem bóksalar og bókaútgefendur segja er straumurinn í ţessa átt augljós: Bókamarkađurinn á Íslandi er ađ breytast úr gjafamarkađi í neyslumarkađ.

Vika bókarinnar átti frá upphafi ađ vera ein af leiđunum til ađ gera heilsársmarkađ fyrir bćkur mögulegan. Ţađ sem hefur ţó breytt mestu í ţá veru er ekki endilega ţessi sérstaka bókavika, heldur sú stađreynd ađ frambođ á ódýrum bókum á fyrrihluta ársins hefur tekiđ algjörum stakkskiptum. Nú eru komnar út um 50 kiljur ţađ sem af er ári og ţađ telst vera met. Kiljuútgáfa án stuđnings bókaklúbba var mjög erfiđ fyrir aldamótin síđustu. En síđustu árin hefur mikiđ breyst og nú er svo komiđ ađ kiljur eru auglýstar jafn stíft og innbundnar bćkur á jólamarkađi. Vika bókarinnar er stađsett á hárréttum tíma í ţessu útgáfuferli, mitt á milli vetrarmánuđa og páska og síđan vorsins og sumarupphafs ţegar sumarleyfismarkađurinn tekur viđ. Hún er ţví hin fullkomni tími til ađ markađssetja bćkur sumarsins og minna á ţađ sem gert hefur veriđ mánuđina á undan. Forsenda ţess ađ hún sé eitthvađ er líka ađ til séu bćkur.

Fyrir tveimur árum settu Félag íslenskra bókaútgefenda og bóksalar í gang átakiđ Ţjóđarargjöf til bókakaupa. Međ ţví er fólk hvatt til kaupakaupa međ beinum fjárstuđningi. Í raun skuldbindur félagiđ sig til ađ borga út mörg hundruđ milljónir, sem er í raun ákaflega brattaralegt svo ekki sé meira sagt. Glitnir studdi átakiđ áriđ 2006 og 2007 en nú er ţröngt í búi ţar eins og á fleiri bankabćjum og ţví veđur Félag íslenskra bókaútgefenda nú í verkefniđ eitt og óstutt. Nćsta ţriđjudag hefst dreifing ávísana en jafnframt geta allir beđiđ um ávísanir í bókabúđum og prentađ meiri peninga á bokautgafa.is. Verkefniđ hefur vakiđ mikla athygli já systurfélögum okkar á Norđurlöndum og ţykir djörf leiđ til ađ auka bóksölu á afmörkuđum tímum ársins.

Um leiđ ţenur Félag íslenskra bókaútgfenda út starfsemi sína og hefur birtingar á auglýsingaröđ sem ćtlađ er ađ sjáist nćstu árin til áminningar bókinni. Fyrsta afraksturinn má sjá í opnuauglýsingu í Mogganum í dag og nćstu mánuđi og misseri fylgja svo fleiri slíkar auglýsingar.

Ţćr eru birtar vegna ţess ađ viđ sem komum nálćgt bókaútgáfu og miđlun ritađs orđs erum ţess fullviss ađ ef hér á ađ vera líf verđur ađ vera til öflug menning, útbreiđsla ţekkingar og samfélag sem elur á samrćđu, umburđarlyndi og menntun. Viđ trúm ţví ađ rituđ orđ - prentuđ orđ og stafrćn - séu langmikilvćgustu leiđirnar til ţess ađ skapa gott samfélag og andlega uppljómađ fólk.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband