9.2.2008 | 23:51
Skemmtilegt viđtal
Sigurđur Pálsson, verđlaunahafi, fór á kostum í síđustu Kilju Egils Helgasonar. Ég skođađi ţáttinn aftur á netinu og fannst hálf fúlt ađ Siggi skuldi ekki hafa fengiđ enn meiri tíma. Hann var alveg eins skemmtilegur og Zizek vikuna áđur. Mikiđ Zizek ćđi hefur raunar gripiđ um sig međan hinna skapandi og greinandi stétta. Nú talar fólk mikiđ um "óra". Mér heyrist á ţeim hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi ađ Óraplágan hafi rokiđ út.
En frammistađa Sigurđar rifjađi upp mörg partíin á međan ég var í bókmenntafrćđi í Háskólanum ţegar Magnús Guđmundsson, auglýsingamógúll, Eiríkur Guđmundsson rithöfundur og jafnvel Jón Kaldal ritstjóri Fréttablađsins tóku sig til og hermdu eftir Sigurđi sem fór mikinn í leiklistarfrćđitímum. Á ţessum árum um 1990 kenndu bćđi Sigurđur og Guđbergur Bergsson bókmenntafrćđi en tilviljunin hagađi ţví ţannig til ađ ég sat í hvorugum kúrsinum. Ég sá ţví ekki meistarana ađ störfum, en ţađ var víst mjög innblásiđ og tendrađi í nemendunum. Sigurđur er gríđarlegur samrćđumeistari og viđtal Egils viđ hann sýndi ađ ţađ má gera svo miklu meira úr honum, hann er var í fantaformi og náđi ađ hita mann allan af andlegum krafti.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.