Skiptir eignarhald lesendur máli?

Áfram heldur söluferli og sundurbútun Eddu útgáfu hf. og nýjustu vendingar eru ađ félagsráđ Máls og menningar hefur nú samţykkt ađ hjóla í kaupin á útgáfuhluta Eddunnar. Heimildir greina ađ stemmningin hafi veriđ létt á fundinum og góđur rómur gerđur ađ ţessari tillögu, enda nokkrir ţar á bekk sem töldu krulliđ viđ stórkapítalistann Björgólf Guđmundsson hreina ósvinnu, í skásta falli illan biđleik. Ţar međ hefur stjórn Máls og menningar heimild til ađ ganga í málin. Náist ásćttanlegt verđ fyrir einu eign Máls og menningar, um 1000 fermetra ađ Laugavegi 18, er ljóst ađ ekkert er í veginum fyrir ađ ţetta gangi eftir og ađ í jólaslagnum í ár verđi ţađ Mál og menning sem tefli fram sinni breiđsíđu, frjáls og frí undan kapítalinu. Mál og menning verđur ţá langstćrsta útgáfufyrirtćki landsins, međ nćstum milljarđ í veltu, rétt helmingi stćrri en nćst stćrsta útgáfufyrirtćki landsins, Námsgagnastofnun, og ríflega helmingi stćrri en nćst stćrsta útgáfufyrirćki á neyslumarkađi, JPV.

Margir, ólíklegasta fólk raunar, hefur spurt mig ađ undanförnu hver eigi eiginlega Mál og menningu. Annars vegar finnst fólki ţađ einfaldlega óţćgilega óljóst hver ráđi nú stćrstu bókaútgáfu landsins og raunar megninu af útgáfusögu síđustu 70 ára, en hins vegar hafa einkavćđingar og athafnamannahoss orđiđ til ţess ađ fólk er orđiđ samdauna eignarréttarsífrinu. Ţađ verđur alltaf einhver ađ eiga allt. En einmitt vegna ţess ađ samfélagiđ hefur tekiđ stórstígum framförum í kapítalískum hugsunarhćtti er ţessi spurning fullkomlega lögmćt. Ég get ekki svarađ ţessari spurningu til fulls, til ţess brestur mig einfaldlega ţekkingu. En eftir ţví sem mér skilst er ţetta einhvern veginn svona:

Mál og menning-Heimskringla ehf. er félag sem stofnađ var eftir sameiningu Máls og menningar og Vöku-Helgafells áriđ 2000 og fer međ eignarhluta Máls og menningar í félaginu. Ţetta félag kaupir nú útgáfuhluta Eddu útgáfu hf. og endurvekur ţar međ í raun gömlu Mál og menningu. Eini tilgangur ţessa félags er rekstur eignarhaldsfélaga, s.s. utanumhald um eignarhlutinn í Eddu og húseignina ađ Laugavegi 18. Utan um rekstur húseignarinnar Laugavegur 18 er síđan annađ félag, gamalt og gróiđ,  sem er Vegamót ehf. sem vćntanlega hefur ţjónađ sínu hlutverki eftir sölu húseignarinnar. Síđan er gamla félagiđ, Bókmenntafélagiđ Mál og menning, sem er hiđ gamla bjarg. Ţar er ćđsta stofnunin einskonar kaupfélagsstjórn, félagsráđ, sem félagar í félagsráđi kjósa sjálfir í eftir ađ mćlt hefur veriđ međ einhverjum góđum í stađ hinna. Ţessi stofnun hafđi í upphafi ţađ hlutverk ađ halda utan um pólitísku línuna í hinu sósíalíska útgáfufélagi og auđvitađ eymir enn eftir af ţví. Ţađ er ástćđa fyrir ađ Björgólfur hikar viđ ađ selja AB í hendurnar á kommunum, ţótt sósíalistarnir í MM hafi orđiđ ađ kyngja ţví ađ HHG notađi Laugaveg 18 sem gólfteppi ţegar hann smurđi ţar ganga međ rjóma Sjálfstćđisflokksins hér um áriđ. Félagsráđ hefur svo skipađ stjórn og ţađ er raunar ţessi stjórn sem öllu rćđur, ţar var stjórnarformađur Ţröstur Ólafsson en er nú frá međ gćrdeginum forstjóri Eddu útgáfu hf., Árni Einarsson, sem kemur raunar einnig eins og stormsveipur inn í umrćđuna um miđborgina í Fréttablađinu í dag og er eini mađurinn međ konkret tillögur um lausn á ţeim mikla fyllerísvanda sem ađ henni steđjar.

Ég hef stundum spurt mig ađ ţví sem gamall "félagsmađur" Máls og menningar, en félagsmenn voru ţeir sem áskrifendur voru ađ Tímariti Máls og menningar, hver hafi eiginlega ákveđiđ ţetta eignarhald og stefnu fyrirtćkisins. Líkt og í Sparisjóđunum eđa Kaupfélögunum er ţetta "fé án hirđis" sameignarfélagiđ er í raun í höndunum á ţeim sem eru ţegar fyrir á sessi sínum og höfundar, starfsmenn, lesendur, bókmenntaáhugafólk, ţeir hópar sem Mál og menning taldis sig ţó ţjóna fyrst og fremst í menningarbaráttu sinni, höfđu náttúrlega ekkert inngrip í tannhjólin, nema ţá takmarkađ, ţví nokkrir rithöfundar eru svo sem í félagsráđi. Sem neytandi gat mađur náttúrlega bara gefiđ frat í ţetta og gert eins og hörđustu Sjallarnir, sleppt ţví ađ kaupa bćkur frá MM, en ţađ var náttúrlega bara bjánaskapur. Mótsögnin er hins vegar ađ félagiđ er í grunninn pólitískt félag, kannski menningarpólitískt, međ strúktúr frá tímum fjöldahreyfinganna ţegar hugsjónamenn litu réttilega svo á menntun ţjóđarinnar og framför hennar í andlegum efnum byggđi á öflugri bókaútgáfu, einhvers stađar varđ alţýđan ađ komast í lesefni á vćgu verđi sem var ekki bara eitthvert bjánasull. En hvernig lítur ţetta út núna á öld eignarréttarins, stafrćnnar miđlunar og fjölmenningar? Og hverjir eru núna félagsmennirnir sem á ađ skipa í "félagsráđ", eru einhverjir félagsmenn? Á kannski ađ fara ađ afla ţeirra núna?

Hér er á ferđ stćrsta bókaútgáfa landsins međ langöflugusta útgáfulistann, flesta stóru höfunda ţessa lands innanborđs, gríđarlegan "bakklista" eldri verka og hefur nánast allan okkar menningaraf á sínum snćrum. Er ţađ heillaspor fyrir svo mikilvćgt fyrirtćki ađ ţađ hafi sama eignar- og stjórnunarstrúktúr og var hugsađur sem pólitískt mótunartćki áriđ 1960 nú eđa ţá bara 1976?

En ţegar allt kemur til alls er ađalmáliđ náttúrlega bara ţetta: Lesendur skiptir eignarhald á útgáfufyrirćkjum aldrei neinu máli. Ef fyrirtćkiđ ber gćfu til ađ ţjónusta íslenskan bókamarkađ ţannig ađ hann haldi áfram ađ vera öflugur og bćkur haldi áfram ađ vera mikilvćgur miđill, já ef fólk langar í bćkurnar frá ţessu fyrirtćki, ţá er ţetta í raun smámál.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband