Bréf til Maríu - lesiđ hana!

Ég varđ fyrst var viđ bókina Bréf til Maríu eftir Einar Má Jónsson ţegar ég sá henni bregđa fyrir á metsölulista Eymundssonar um daginn. Svo keypti ég hana og hef vart getađ lagt hana frá mér síđan. Ţrátt fyrir miklar annir, flutninga og hrakhólavist, hef ég legiđ í henni hvenćr sem stund gefst og ég er sannfćrđur um ađ ţessi bók eru stóru tíđindin á hérlendum bókamarkađi ţetta voriđ. Hún hefur ekki veriđ markađssett međ miklum látum, ég held t.d. ađ ekki neitt einasta viđtal hafi birst viđ höfundinn. Ţađ er hins vegar bara skandall ađ lunginn úr Kastljósţćtti skuli ekki hafa veriđ helgađur Einari Má eđa ţá gott, stórt viđtal í helgarblađi. Bókin er ţađ sem frasaorđabókin kallar "tour de force" - og ţar sem allir eru svo pólitískir ţessa dagana hlýtur ţessi bók ađ vera sannkölluđ himnasending fyrir alla ţjóđfélagsrýnana.

Ţađ sem er ekki hvađ síst svo gleđilegt viđ ţessa bók er hve glúrinn stílisti höfundur er, hve hugsunin er lipur og létt og ađ textinn er ţrátt fyrir deiluritseđli sitt miklu nćr skáldskap en ţurrleginum sem íslenskir frćđiritahöfundar virđast oft vanda sig viđ ađ brugga fyrir lesendur sína. Ađ ekki sé talađ um alla ţá "talsmenn" fyrirtćkja og rannsóknastofnana sem eru eins og bilađir ipodar sem hökta á milli stafrćnna búta á minniskubbunum sínum. Hér eru andlegar hrćringar síđustu 50 - 60 ára eđa svo skilgreindar og ofnar saman viđ sjálfsćvisögulega frásögn sem er í grunneđli sínu harmrćn. Hinn einlćgi réttlćtissinni leitar ţjóđfélagsgerđar ţar sem menning, menntun, velsćld og jöfnuđur fara saman og telur sig hafa eygt hana í velferđarţjóđfélaginu en spyr um leiđ hvađ veldur ţví ađ ţróunin er í öfuga átt, burt frá ţessum gildum til meiri ójöfnuđar, óánćgju, baráttu, kúgunar og misréttis í öllum vestrćnum ţjóđfélagögum. Og af hverju ráđandi stétt og ráđandi fjölmiđlar telja ţessa ţróun ţá einu réttu og veg til betra lífs. Hér er á ferđ sagnfrćđileg greining á "frjálshyggju", "alţjóđavćđingu" og "markađsvćđingu" síđustu áratuga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband