Vika bókarinnar

Vika bókarinnar hófst í morgun, ţann 17. apríl, og stendur til nćsta mánudags, 23. apríl. Um leiđ hófst átak Félags íslenskra bókaútgefenda, bóksala og Glitnis, Ţjóđargjöfin 2007. Öll heimili landsins fá nú senda ávísun upp á 1.000 kr. sem eru raunverulegir peningar sem hćgt er ađ nota sem greiđslumiđil ţegar keyptar eru bćkur. Ţessu átaki var í fyrsta sinn hleypt af stokkunum í fyrra og gekk ţá ótrúlega vel, en ţá voru um 10 milljónir króna innleystar međ ávísununum. Ef fram heldur sem horfir verđur til raunverulegur grundvöllur fyrir öfluga vorútgáfu bóka ţví marktćk aukning varđ á bóksölu á ţessum árstíma í fyrra. Um leiđ náum viđ bókaútgefendur og ađrir sem koma ađ ţessu átaki ađ koma ţeim skilabođum á framfćri ađ bóklestur barna og ungmenna er meiriháttar mál: Lestur og lestrarskilningur er undirstađa allrar námsgetu og er lykilatriđi viđ ađ átta sig á samhengi. Til ađ bćta árangur sinn í námi er einfalt ráđ til: Lesa bók á viku!

Viđ störtuđum vikunni međ mjög skemmtilegri uppákomu í Bókabúđ Máls og menningar viđ Laugaveg. Viđ höfđum samband viđ alla frambjóđendur sem jafnframt eru höfundar bóka og báđum ţá ađ koma og nýta Ţjóđargjöfina í búđinni. Ţetta er ótrúlegur fjöldi fólks og satt best ađ segja kennir ţar ótrúlega margra grasa. Vonandi kemur ţetta fólk til međ ađ vinna ötullega ađ málefnum bókaútgáfunnar á sínum vettvangi í framtíđinni.

Nćstu daga koma síđan enn fleiri bćkur út í tilefni af Viku bókarinnar auk ţess sem von er á fríđum flokki franskra rithöfunda til landsins.

Glitnir, bakhjarl Ţjóđargjafarinnar, mun síđan standa fyrir upplestrum í ađalstöđvum sínum á Kirkjusandi. Bankalestrum. Um ađ gera ađ tékka á ţví.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband