23.4.2007 | 09:35
Spámannlegt ljóđ á Degi bókarinnar
Eftir miđborgarbrunann minnti mig ađ Gunnar Harđarson, heimspekingur og skáld, hefđi einhvern tíma ort um Prestaskólahúsiđ og afdrif ţess í nútímanum. Ţar sem ég er ađ flytja er mikiđ veriđ ađ róta í gömlu dóti heima hjá mér ţessa dagana og ţar fann ég ţetta ljóđ í Skýi, ţví merka ljóđatímariti og er í 3. hefti frá 1991, bls. 33. Ţegar ég spurđi höfund hvort ég mćtti birta ljóđiđ hér á síđunni minntist hann á ađ öll hús sem hann orti um yrđu fyrir skakkaföllum. Ţetta ćtti viđ Prestaskóla/Landshöfđingjahúsiđ sem og viđ hús Benedikts Gröndal viđ Vesturgötu. Nćst ćtlađi hann ţví ađ yrkja um eitthvađ vel valiđ skotmark ţar sem mikilmennskubrjálćđi og nútímagirnd í 20. aldar stíl hefđu fariđ saman viđ ađ búa til ljóta áminningu um hörmulegan smekk genginna kynslóđa. Ljóđiđ er ort á ţeim tíma sem Karnabćr var enn í húsinu.
Gleđilegan Dag bókarinnar!
Stađgenglar e. Gunnar Harđarson
Í Austurstrćti 22
las Hannes Árnason fyrir um Schelling
gekk um gólfin flibbaklćddur og utanviđsig
á árunum 1857-58.
Ţar var einnig skrifstofa biskups
og önnur kennsla viđ Prestaskólann.
Nú er ţar tískuverslun
ljósaskilti yfir dyrunum
og velklćddir afgreiđslumenn ganga um gólfin
leggja eyrun viđ rokktónlist
hálfvegis utanviđsig.
Bćkur | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)