Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008
1.12.2008 | 11:25
Flora Islandica
Crymogea, bókaútgáfan okkar Snćbjörns Arngrímssonar, gefur út nú í desember risabók sem er vart sambćrileg viđ ađrar bćkur á markađi. Mađur reynir ađ stilla sig um ađ brúka of stór lýsingarorđ, en ţetta er einfaldlega ofurgripur. Flora Islandica er safn flóruteikninga Eggerts Péturssonar sem hann vann fyrir bókina Íslensk flóra međ litmyndum sem kom út áriđ 1983. Eđlilega voru ţćr teikningar hafđar smáar enda handbók fyrir grasaáhugamenn eftir Ágúst H. Bjarnason. Alls teiknađi Eggert 271 mynd fyrir bókina, allar í A3 stćrđ, en svo furđulegt sem ţađ nú er hafa ţessar myndir vart sést í sinni upprunalegu dýrđ, ţangađ til núna.
Hugmyndin varđ til á yfirlitssýningu Eggerts á Kjarvalsstöđu í fyrra. Ţar var bókin sýnd í glerkassa en ţađ vakti athygli okkar ađ engin frummyndanna var sjáanleg, samt hlaut ţessi bók og sú mikla vinna sem Eggert lagđi í hana ađ hafa veriđ gríđarlega mikilvćg fyrir feril hans sem málara. Síđan kom í ljós ađ allar myndirnar voru til, ofan í geymslu hjá Eggerti.
Ţađ hefur tekiđ tímann sinn ađ útbúa ţessa bók, velja pappír og ganga frá öllum smáatriđum, en nú í vikunni eru fyrstu eintökin vćntanleg. Ađeins eru gefin út 500 eintök, tölusett og árituđ af Eggerti.
Bókin liggur í öskju sem er handsmíđuđ úr krossviđi og klćdd međ svörtu efni og titillinn ţrykktur í silfri framan á. Allt vegur ţetta um 10 kíló.
Bókina má panta á crymogea@crymogea.is
Bćkur | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)