Jólabćkurnar í ágúst

Á menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst, verđur opiđ hjá Crymogeu á Barónsstíg 27 og ţar gefst menningarţyrstum vegfarendum á ráfi um miđborgina fćri á ađ skođa vćntanlegar jólabćkur útgáfunnar. Ţví er ţannig fariđ ađ Crymogea gefur einungis út sjónrćn verk. Bćkurnar fjalla allar um listir, ljósmyndum eđa hönnun og ţví er auđvelt ađ glöggva sig á verkunum og sjá hvađ í vćndum er. Svo er líka bođiđ upp á kaffi og vöfflur.

Fyrsta jólabókin er ţegar komin úr prentun en kemur ekki út fyrr en um miđjan september. Ţetta er bókin BLÓMALANDIĐ. Í henni má sjá nýjustu verk Eggerts Péturssonar sem verđa til sýnis á sýningu í Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Sýningin verđur opnuđ um miđjan septembermánuđ og stendur fram í janúar 2010. Andri Snćr Magnason skrifar burđargrein bókarinnar: BLÓMALANDIĐ. Andri setur flóruskrásetningu Eggerts í blómamálverkunum í samband viđ hugmyndalist annars vegar og hins vegar verk og hugmyndir upplýsingar og rómantíkur um heildarsýn yfir formheim náttúrunnar: jafnt hugmyndir Goethes um myndbreytingar á formum jurta sem hugmyndir Jónasar Hallgrímssonar um Flóru Íslands sem koma fram í hugmyndadrögum hans ađ Íslandslýsingunni sem hann vann ađ öll sín manndómsár en auđnađist ekki ađ ljúka.

Bókin er glćsilega hönnuđ og ólík öllum örđum bókum í útliti. Hún er hönnuđ af ţeim Hildigunni Gunnarsdóttur og Snćfríđi Ţorsteins sem einnig hönnuđu útgáfu Crymogeu á Floru Islandicu, safni teikninga Eggerts af íslenskri flóru og hlutu fyrir ýmis verđlaun, sem og bókina sem fylgdi yfirlitssýningunni um Eggerts sem haldin var á Kjarvalsstöđum 2007. Nánast engar síđur í bókinni eru jafnstórar hinum, til ađ mynda er kápan ađ framan minni en flesar síđur bókarinnar og kápan aftan á minni en afstasta síđan, en hins vegar stćrri en flestar ađrar síđunnar. Í bókinni eru stórar útflettiopnur (fold outs) sem sýna í allri sinni dýrđ "sprungumyndir" Eggerts, sem og hálfar útflettiopnur sem sýna önnur verk.

Auk ţessa eru fleiri bćkur sem er gaman ađ fletta ... Allir eru velkomnir frá hádegi og fram á kvöld laugardaginn 22. ágúst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband