27.12.2008 | 23:39
Enginn er óhultur
Á annan í jólum fór ég í gönguferđ upp á Hengil, nánar tiltekiđ á Skeggja, ţar sem Hengillinn kemst lengst frá sjávarmáli. Ţađ gekk á međ éljum ţarna uppi og ţoka svo fín ísskán lagđist á grjót og menn. Ekki mikill snjór en hjarn og ís undir og dásamlegt broddafćri.
Ţegar upp var komiđ leituđum viđ ađ gestabókarhylkinu sem er ţarna í grjóthrúgaldi. Ţetta er vel gerđur hólkur úr ryđfríu stáli en nú brá svo viđ ađ engin gestabók var í hylkinu. Ađeins eitt nafnspjald. Raunar ekkert venjulegt nafnspjald, heldur nafnspjald manns sem titlar sig "Economist" og ţađ var plastađ. Ţví var ćtlađ ađ ţola vind og veđurbreytingar. Ţessi mađur kynnti sig á ensku og íslensku og sagđist starfsmađur Askar Capital, fjármálaundurs og síđasta stórvirkis útrásarinnar sem Tryggvi Ţór Herbertsson, mađurinn sem hvíslađi góđum ráđum ađ Geir Haarde á síđustu andartökum góđćrisins, kom á koppinn međ peningum Wernersystkina. Ţótt fátt heyrist af ţessu fyrirtćki opinberlega mun ţađ ađ sögn kunnugra ramba á barmi hrunsins.
Óneitanlega ţótti ţetta undarlegt og einhverjum varđ á orđi: "Stálu ţeir meira ađ segja gestabókinni?!"
Viđ ćtlum ađ komast ađ ţví hvort nafnspjöld leynist í fleiri hylkjum á fjöllum í nágrenni Reykjavíkur og hafi komiđ í stađinn fyrir gestabćkur sem nú brenna vísast í eignasöfnum fallítt fyrirtćkja. Eđa eru kannski grafnar í kistu á strönd Tortuga.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.