10.12.2008 | 08:49
Mest seldu bćkurnar
Í dag var birtur metsölulisti Morgunblađsins. Enn á eftir ađ birta mikilvćgasta listann sem kemur í nćstu viku, ţann lista sem helst mćlir bóksöluna. Niđurstađan af listanum í dag kemur svo sem ekkert á óvart, en er samt athyglisverđ fyrir margra hluta sakir.
Í fyrra var Forlagiđ međ 25 bćkur á lokalistanum. Í ţessum fyrsta desemberlista eru ţćr einnig 25. Miđađ viđ ađ Forlagiđ er međ 7 af 10 bókum á ađallista hefđi ég haldiđ ađ ţetta vćru fleiri bćkur, en svo er ekki. Ţar munar um ađ Forlagiđ er ekki sterkt á ljóđalista og lista yfir almennar bćkur, en ríkir yfir skáldsögum og barnabókum. Á sama tíma í fyrra voru Bjartur/Veröld međ 7 titla á listunum en eru nú međ 4, Salka var međ 3 en er nú međ 2. Útkall heldur sínu striki ţví Útkallsbókin - Flóttinn frá Heimaey er í ţriđja sćti ađallista. Nokkur áberandi forlög eru ekki međ bók á lista: Skrudda, Uppheimar, Opna.
Hagkaup ársins í ár er Nóatún. Hagkaupsbókin Ţú getur eftir Jóhann Inga og Martein Jónsson nćr ekki flugi og kemst ekki inn á ađallista. Hins vegar er Matreiđslubók Nóatúns í öđru sćti yfir mest seldu bćkurnar.
Niđurstađan er ţessi: Áriđ 2006 voru 13 forlög á Bóksölulista Mbl., 2007 voru 16 forlög á listanum, í ár eru ţau 19. Forlagiđ er međ helminginn. Hitt dreifist á milli 18 forlaga. Í raun eru ađeins Útkall og Bjartur/Veröld međ eiginlegar metsölubćkur utan Forlagsins, ţví "Vöruţróunardeild EXPO" er vart útgáfufyrirtćki. Samţjöppun á einum stađ leiđir til enn meiri sundgurgreiningar á öđrum. Millistóru forlögin detta milli skips og bryggju. Annađ hvort er mađur risastór eđa mjög sérhćfđur. Ţađ virđist vera lexía dagsins.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.