Dýrasta bók jólabókaflóđsins

Flora Islandica, heildarsafn teikninga Eggerts Péturssonar af íslenskri flóru, er nú til sýnis í Iđu í Lćkjargötu og hefur vakiđ gríđarleg viđbrögđ ef marka má fyrirspurnir og pantanir sem borist hafa um helgina. Bókina má panta á netfanginu crymogea@crymogea.is

Stöđ 2 fjallađi um bókina í kvöldfréttum sunnudaginn 7. desember undir fyrirsögninni "Dýrasta jólabókin í ár kostar 75.000 krónur". Fréttakonan, Guđný Helga, flettir bókinni og fjallar um hana. Hún er hrifin af orđinu "háplöntur". Hér er fréttin eins og hún birtist á visir.is

Dýrasta jólabókin í ár kostar 75.000 krónur

mynd
Bókin fćst ekki í bókabúđum.

Dýrasta jólabókin í ár kostar 75.000 krónur. Hún fćst ekki í bókabúđum en verđur til sýnis í nokkra daga nú fyrir jól.

Bókin Flora Islandica verđur til sýnis í nokkra daga í bókaversluninni Iđu í Lćkjargötu. Um er ađ rćđa heildarútgáfu á teikningum Eggerts Péturssonar myndlistarmanns af íslenskum háplöntum sem hann vann í upphafi ferils síns fyrir bókina Íslensk Flóra.

Teikningunum er rađađ í grasafrćđilegri röđ og hverri teikningu fylgir texti Ágústs H. Bjarnasonar um viđkomandi háplöntu. Myndirnar hafa aldrei fyrr veriđ sýndar í sinni réttu stćrđ en teikningarnar sýna 271 háplöntu íslensku flórunnar í raunstćrđ.

Bókin kostar 75.000 krónur og fćst ekki í bókabúđum. Ađeins er hćgt ađ nálgast hana hjá útgefanda og verđur hún afhent kaupendum 17. desember nćstkomandi.



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband