2.8.2008 | 23:26
Magnađur lestur
Ég lauk viđ ađ lesa handrit í gćrkvöldi. Venjulega blađrar mađur ekki um svoleiđis en ég get ekki orđa bundist. Ţetta var nútímalegasta íslenska skáldsaga sem ég hef lesiđ um langa hríđ. Mér fannst aftur eins og íslenskar bókmenntir vćru í sambandi viđ samtímann og nćđu ađ gera honum betri skil en pistlahöfundar, vísindamenn og bloggarar. Ţar sem ţetta er ekki auglýsing um vćntanlega jólabók, heldur einfalt fagnađarandvarp yfir ţví ađ enn skuli vera skrifađur alvöru skáldskapur á Íslandi, óţćgilegur, harđneskjulegur og fallegur skáldskapur um ţessa furđulegu tíma, treysti ég mér eiginlega ekki til ađ segja hvađa höfundur ţetta var.
En hann er fćddur á ofanverđum áttunda áratug síđustu aldar, hóf feril sinn sem ljóđskáld og hefur skrifađ nokkrar skáldsögur. Honum hefur veriđ hampađ, en í raun var allt sem hann gerđi tilhlaup ađ ţessu sem hann tilreiđir nú. Ég hélt ađ hann vćri ađ breytast í tamiđ lukkudýr yngstu skáldakynslóđarinnar en nú slítur hann taumana og rásar fram eins og óđur kappreiđahestur.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.