Leyndarmáliđ orđiđ ađ átakamáli?

Leyndarmál Rhondu Byrne er svo eftirsótt ađ nú er bitist um hver hafi réttinn á ţví ađ gefa ţađ út á DVD međ íslenskum texta. Í gćr trommađi upp í fjölmiđlum hinn glađbeitti erfđaprins íslensku plöggkrúnunnar, Ísleifur Ţórhallsson eđa Ísi eins og hann er ţekktur "á götunni" og sagđist vera međ réttinn á íslensku útgáfunni á DVD. Hann lét líka fylgja ađ myndin vćri ađ fara á nćrri 5000 kall "á svörtu".

En máliđ mun vera flóknara. Umbođsskrifstofa Rhondu Byrne kannast víst ekkert viđ ađ Ísi sé međ réttinn á íslenskri útgáfu DVD gerđar Leyndarmálsins, ţ.e. myndarinnar, og ţessi 5000 kall er alls ekki á svörtu ţví myndin fćst í Pennanum og fleiri búđum og náttúrlega hjá útgefanda Leyndarmálsins á Íslandi, Sölku. Penninn mun ekki vera neitt sérlega hress yfir ţví ađ fullkomlega löglegur innflutningur ţeirra á Leyndarmálinu frá enskum ströndum skuli vera kallađur "svartamarkađur" og rétthafi Leyndarmálsins mun hafa taliđ sig međ öll réttindi til hérlendrar útgáfu á jafnt prent- sem myndefni og nýtur ţar stuđnings Rhondu sjálfrar.

Hvernig allt er svo í pottinn búiđ í raun og veru mun skýrast. En ţetta er náttúrlega ekki annađ en vísbending um ađ allir vilja komast ađ leyndarmálinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband