Skotinn fyrir ađ skrifa

Í Fréttablađinu í dag er stutt grein um örlög Önnu Polítkovskaju, rússnesku blađakonunnar sem var myrt 7. október í fyrra. Tilefniđ er ađ blađamađur hefur veriđ ađ glugga í enska ţýđingu á safni eftirlátinna greina, A Russian Diary, sem Random House gaf út í Bandaríkjunum en Harvill Secker í Bretlandi fyrir rétt rúmlega mánuđi síđan. 

Ţetta er ágćtis grein og ţörf áminning um ađ frelsi til ađ tjá sig og koma upplýsingum á framfćri er langt í frá sjálfsagt í löndum sem eru í nćsta nágrenni viđ okkur. Ţá er ég ekki ađ tala um frelsi til ađ bulla og rugla og ryđja dónaskap yfir náungann eins og margir bloggmenn virđast álíta ađ sé kjölfesta tjáningarfrelsisins, heldur einfaldlega frelsiđ til ađ segja satt og rétt frá ţví sem gerist og tjá skođanir sínar á ţvi. Eins og Jón Ólafsson heimspekingur segir í greininni er ofbeldiskúltúr viđlođandi Rússland og leigumorđingjar og störf ţeirra nánast hluti af daglegu lífi. Ţađ er einmitt taliđ ađ Anna Polítkovskaja hafi veriđ myrt af leigumorđingja, en hún var skotin frammi á gangi í blokkinni sinni ţegar hún var ađ koma heim.

Viđbrögđ Pútíns forseta yfir morđinu voru vćgast sagt ótrúleg. Í ţrjá daga eftir morđiđ heyrđist ekki múkk frá embćttinun ţangađ til hann sagđi í sjónvarpsávarpi ađ ţetta vćri smáatburđur sem engu skipti, gildi Polítkovskaju í pólitísku lífi Rússlands hefđi veriđ gróflega ofmetiđ.

Um ţetta leyti var Polítkovskaja orđiđ ţekkt nafn. Ég man eftir ađ hafa séđ bók hennar um Tjetjeníu á dagskrá umrćđna um stríđ og vandamál víđa um lönd. Bókin er til á ensku og heitir A Small Corner of Hell: Dispatches from Chechnya og var gefin út af háskólaútgáfu Chicago háskóla í USA áriđ 2003. Anna vann sem blađamađur fyrir dagblađiđ Novaja Gazeta og sagđi frá hrikalegum stríđsglćpum rússneska hersins og stjórnvalda í Tjetjeníu: pyntingum, fjöldaaftökum og ţeirri stađreynd ađ rússneskir hermenn halda alla jafna líkum fallinna Tjetjena "í gíslingu" og selja ţau síđan á svimandi  háu verđi til ćttingjanna. Ţetta stríđ er enn í gangi ţrátt fyrir ađ átökin séu ekki jafn mikil og áđur. Rétt fyrir dauđa sinn birti Polítkovskaja grein um Tjetjeníu ţar sem hún segir frá pyntingum og gervifréttum sem hérađsstjórnvöld búa til og eiga ađ draga upp jákvćđa mynd af ástandinu. Hún hafđi m.a. undir höndum myndbandsupptökur af pyntingum á meintum hryđjuverkamönnum.

Alţjóđasamtök útgefenda, IPA, heiđruđu minningu Polítkovskaju viđ athöfn á bókamessunni í Höfđaborg nú um miđjan júní. Tilefniđ var ađ veitt voru svokölluđ Frelsisverđlaun útgefenda, en ţau voru fyrst veitt í fyrra á bókamessunni í Gautaborg. Einn af ţeim sem sátu í undirbúningsnefnd ţessara verđlauna var Sigurđur Svavarsson hjá Eddu sem veitti Félagi íslenskra bókaútgefenda forstöđu árum saman. Í ár hlaut verđlaunin Trevor Ncube, útgefandi frá Zimbabve. Hann er einn ţeirra sjálfstćđu afrísku útgefenda sem hafa haldiđ uppi stöđugri baráttu fyrir útgáfu- og prentfrelsi og eru óţreytandi ađ benda á ađ framfarirnar sem afrískir leiđtogar syngja fagra söngva koma ekki nema međ ţví ađ fólk fái ađ tjá hugmyndir sínar og skođanir í friđi fyrir ritskođun, kúgun og öđrum hremmingum.

Um leiđ var minningu ţeirra Hrant Dinks (en um ástandi í Tyrklandi bloggađi ég í vetur ) og Önnu Polítkovskaju sýndur heiđur. Ţau voru bćđi myrt fyrir ađ skrifa og gefa út ţađ sem ţau trúđu ađ skipti máli til ađ gera samfélög sín betri, lýđrćđislegri og umburđarlyndari.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband