Menningarstjórnin

Þeir sem lásu bækling með Menningarstefnu Samfylkingarinnar fyrir kosningar - Frjóa Ísland - hljóta að gleðjast yfir því að flokkurinn verði nú að stjórnarflokki. Þar var á ferð langsamlega einbeittasta menningaráætlun sem stjórnmálaflokkarnir sendu frá sér í aðdraganda kosninganna og vísir að framsýnni stefnu í ekki aðeins þrengstu málefnum hefðbundinna lista, heldur heildarsýn á alla málaflokka s.s. hönnun, safnamál og svo - bókaútgáfu.

Þar er því lofað að töfalda framlög til nýstofnaðs Bókmenntasjóðs og að koma á fót miðstöð bókmenntakynningar sem starfi í tengslum við sjóðinn. Um leið er talað um að breyta skattkerfi að hluta svo að tekjur af hugverkum verði reiknaðar líkt og fjármagnstekjur, rannsóknir á hlutverki lista og menningargreina í hagkerfinu verði stórauknar og setja á fót langtímaáætlun um sókn í alþjóðlegu menningarstarfi.

Og þetta er bara brot af þeim 16 liðum sem Frjóa Ísland inniheldur.

 Ef aðeins helmingurinn kæmist í verk og þó að ýmisir stjóðir og stofnanir sem gamla stjórnin kom á fót verði ekki annað en styrktir og ýmis verk sem hafin voru leidd til lykta yrði þetta mesta framfarastjórn í menningarmálum sem sögur fara af.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband