16.5.2007 | 15:24
Kiljufár
Í dag sendu Eymundssonarbúðir og Pennaveldi frá sér sinn vikulega lista. Hann er nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að allar bækurnar nema ein koma frá JPV og af 10 titlum eru allar kiljur nema tvær sem eru ferðamannabækur.
JPV fór af stað með miklu brauki og bramli nú í vor og kynnti "frumútgáfur í kilju" til sögunnar, má segja að það konsept hafi skyndilega átt sér nýja birtingarmynd. Þótt það hafi raunar verið lengi þekkt og við höfum áður séð mikla sumarsmelli sem voru "frumútgáfur í kilju" á borð við Móðir í hjáverkum eftir Alison Pearson í þýðingu Oddnýju Sturludóttur, Kvenspæjarastofuröðin og bækur Lizu Marklund. Að sögn JPV sjálfs var 2000 eintaka viðmiðið lágmark til að þetta borgaði sig. Nú er að sjá hve langt þessir nýju titlar drífa þótt mest selda bókin sem og Flugdrekahlauparinn og Þrettánda sagan séu kiljuútgáfur innbundinna verka.
En í það minnsta. Þýðingar í kilju er málið í dag. Það þýðir einfaldlega að þýðingin er á útleið sem gjafavara en á innleið sem lestrarefni fyrir bókaneytendur. Þessir neytendur vilja nýja titla og þeir virðast hrifnari af þýðingum en kiljuútgáfum íslenskra texta.
1. | Viltu vinna milljarð? - kilja |
Vikas Swarup | |
2. | Síðasti musterisriddarinn - kilja |
Khoury Raymond | |
3. | Tvíburarnir - kilja |
Tessa de Loo | |
4. | Saffraneldhúsið - kilja |
Yasmin Crowther | |
5. | Lost in Iceland |
Sigurgeir Sigurjónsson | |
6. | Hvítt á svörtu - kilja |
Ruben Gallego | |
7. | Flugdrekahlauparinn - kilja |
Khaled Hosseini | |
8. | Hugarfjötur - kilja |
Paulo Coelho | |
9. | Wonders of Iceland |
Helgi Guðmundsson | |
10. | Þrettánda sagan |
Diane Setterfield |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.