9.3.2007 | 13:47
Fjórtán ára
Í nýjustu skáldsögu sinni Möguleiki á eyju orđar Houellebecq vel eitt líflegasta hneykslunarefniđ ţessa dagana: Miđpunktur kynferđislegrar löngunar okkar daga eru fjórtán ára stúlkur. Ţess vegna verđa vestrćn samfélög ađ verja ţćr međ öllum ráđum, ţess vegna er líka löngunin eftir ţeim glćpsamleg. Ţćr eru ćđsta takmark kynferđislegrar ţrár en um leiđ algerlega forbođnar. Menning vestrćnna samfélaga veltir sér upp úr táknmyndum hins kynferđislega á mörkum bernsku og fullorđinsára. Um leiđ er eytt gríđarlegum kröftum í ađ skilgreina ţá sem eru á ţeim aldri sem börn, velta sér upp úr kynferđisglćpum og marka ţá sem fremja slíka glćpi sem sjúklegt fólk. Ţađ er hins vegar ekki lengra síđan en svo, ađ ég man eftir ţví sem strákur ađ stelpur á ţessum aldri, jafnvel jafnöldrur mínar, voru međ sér miklu eldri mönnum og ţótti ekki tiltökumál. Á ađeins 20-30 árum hefur ţetta hins vegar gjörbreyst. Unglingsstúlkan er nú dularfullt sprengjusvćđi kynóranna og hneykslunarinnar. Ţráin eftir henni er tabúíseruđ sem aldrei fyrr og verđur um leiđ ađ kollektífu móđursýkisástandi. Fólk sér árásir á ímyndađ sakleysi bernskunnar í hverju horni og blandar ţví grimmt saman viđ raunverulega glćpi og býr til skýrt kerfi útilokunar, útlegđar og úthrópunar. Ţetta eru merkilegir tímar sem viđ lifum á.
En aftur ađ Michel Houellebecq. Í öllum sínum verkum skođar hann, greinir og segir frá ţessum tvístringi í vestrćnni menningu. Hvernig kynferđismálin hafa ţróast og hvernig ţau draga dám af ţróun efnahagskerfisins. Hann er sögulegur efnishyggjumađur í gamla stílnum, saga framleiđslunnar og efnahagsins verđur alltaf ađ sögu hugmyndanna, eitt er aldrei ađskiliđ frá öđru. Ţetta er gott ađ hafa í huga í núverandi klámumrćđu. Hún fer fram í sögulegu tómarúmi, rétt eins og viđmiđin séu óbreytanleg og hafi alltaf veriđ fyrir hendi, og ţetta gengur jafnt yfir alla. Bćđi ţá sem eru í afneituninni og láta eins og vestrćn menning samtímans sé á einhvern hátt ósnortin af valdaafstćđum og verđa vođalega hissa og vilja spangóla uppi á fjöllum ef einhver minnist á klám. En líka yfir hina sem upphefja táknmyndir ţrárinnar í nornaveiđunum og greina ţćr međ orđfćri sem stundum minnir á pervertisma dómara hjá rannsóknarréttinum.
Í fyrstu bók sinni sem ţví miđur hefur ekki veriđ enn ţýdd á íslensku, Útbreiđsla baráttunnar (Extension du domaine de la lutte), er brilljant kafli ţar sem Houellebecq teflir einmitt saman kynlífi og efnahag í mögnuđum dansi (hér frjálslega ţýtt):
Ţađ er algerlega skýrt ađ í samfélögum okkar er kynlífiđ annađ helsta kerfi mismununar, sem ţó er óháđ efnahagskerfinu ţótt ţađ sé alveg jafn miskunnarlaust í mismunun sinni og ţađ. Afleiđingar beggja kerfanna eru í einu og öllu sambćrilegar. Líkt og óheft efnahagsleg frjálshyggja hefur frjálslyndi í kynferđismálum hvarvetna aliđ af sér algera örbirgđ. Sumir gera ţađ alla daga, sumir fimm til sex sinnum alla sína ćvi, sumir aldrei. Sumir njóta ásta međ tugum kvenna, ađrir njóta aldrei ásta. Hér er ađ verki ţađ sem kallađ er "lögmál markađarins". Innan efnahagskerfis ţar sem atvinnuţáttaka er öllum tryggđ, tekst öllum ađ finna sér farborđa međ einum eđa öđrum hćtti. Innan kynlífskerfis ţar sem framhjáhald er bannađ, tekst öllum ađ finna sér rekkjufélaga. En í algerlega frjálsu markađshagkerfi sanka örfáir ađ sér gríđarlegum fjármunum, hinir veslast upp atvinnulausir og févana. Í algerlega frjálsu kynlífskerfi tekst örfáum ađ lífa stórbrotnu og fjölbreyttu kynlífi, hinir eru dćmdir til einveru og sjálfsfróunar. Efnahagskerfi frjálshyggjunnar breiđir baráttuna út, ţađ ţenur hana út yfir alla aldurshópa, allar stéttir. Á sama hátt breiđir frjálslyndi í kynferđismálum baráttuna út, ţađ ţenur hana út yfir alla aldurshópa, allar stéttir.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.