Líflegur bókamarkađur

Hurđum ađ bókamarkađi Félags íslenskra bókaútgefenda var hrundiđ upp fyrir almenningi nú á fimmtudaginn og hann fór strax vel af stađ. Ţađ er ótrúlega skemmtileg stemmning á markađnum, háir gluggar Perlunnar varpa inn birtunni, fólk grúfir sig yfir bćkurnar međ stórar innkaupakerrur í eftirdragi og bókstaflega mokar bókunum í ţćr. Starfsmenn markađarins eru á ţönum viđ ađ finna til bćkur og bćta á og rađa upp á nýtt og annađ slagiđ er lágvćrt skraf viđskiptavinanna rofiđ međ gjálfrinu í innanhúsgosbrunni Perlunnar.

Ég var góđa stund á markađnum bćđi á fimmtudaginn og í dag föstudag og ţađ var einhver upphafin stemmning í loftinu, fólk rólegt og yfirvegađ og rýndi í úrvaliđ. Ţetta er líka góđur stađur til ađ hitta rithöfunda. Ţarna voru Bragi Ólafsson, Steinar Bragi, Jón Kalman Stefánsson, Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson, Kristján Hreinsson, Stefán Máni og sjálfsagt miklu fleiri sem mér auđnađist ekki ađ sjá eđa frétta af. Ţarna voru ţekktir bókagrúskarar og kátir karlar eins og Egill Helgason sem ferđađist um í fylgd međ myndatökumanni.

Sjálfur keypti ég svolítiđ af bókum, Ljóđmćli Hallgríms Péturssonar í hinni vísindalegu útgáfu Margrétar Eggertsdóttur og félaga á Árnastofnun og sölumennirnir frá bókaforlögunum hlógu mikiđ ađ mér fyrir nördismann. Svo voru ţarna mónógrafíur Ţjóđminjasafnsins um íslenska ljósmyndara á ágćtis verđi og ég sló til og keypti ţćr allar, bćkur um Ólaf Magnússon, Sigríđi Zoëga og Loft Guđmundsson. Fallegar litlar og gullfallegar bćkur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband