Frakkar tapa á fleiri vígstöđvum

Franski bókabransinn horfir nú á bak fremur slöppu bókaári. Bóksala minnkađi í flestum geirum nema hvađ örlítil aukning varđ á kiljusölu og á sölu nonfiksjónverka. Raunar seljast ríflega tveimur milljónum fćrri eintök af bókum áriđ 2006 en áriđ 2005 og bransinn kvartar sárlega yfir skorti á almennilegum hvellsöluverkum á borđ viđ Harry Potter, Ástrík og Da Vinci-lykilinn, en ţessar ţrjár miklu bćkur gerđu garđinn frćgan á árinu 2005. Hver um sig seldist ţá í yfir milljón eintökum og náđu ţar međ ađ rífa tölfrćđina upp svo ţađ virtist sem bóksala vćri í góđum farvegi. Nú duga engar slíkar afsakanir. Ţađ er einfaldlega frekar dapurt yfir franska bókabransanum ţessa dagana.

Ţannig seldist engin bók í Frakklandi í milljón eintökum eđa meira sem hefur ekki gerst í nokkur ár. Raunar seldist engin bók í meira en 600.000 eintökum, en ţví náđi söluhćsta bókin - og haldiđ ykkur nú fast - hin frćga Titeuf! Eđa ţekkja hann ekki allir? Ţetta er grínaktug frönsk teiknimyndasöguhetja sem ađdáendur franskrar menningar hérlendis kannast svo sem viđ, en hefur ekki náđ sama árangri í útflutningi og austurlenskar mangasögur sem virđast endanlega vera ađ taka yfir alla teiknimyndasögumarkađi heimsins.

Hinn eiginlegi sigurvegari franska bókaársins 2006 er hin alrćmda og frćga saga Les Bienveillantes eftir Jonathan Littell, sannarlega bók ársins 2006 í öllu tilliti. Engin bók hefur veriđ jafn mikiđ skeggrćdd og umdeild á árinu í Evrópu og hún. Ég hef áđur lítillega tćpt á henni hér á síđunni, t.d. ţví ótrúlega viđ hana ađ hún er skrifuđ á frönsku af Bandaríkjamanni sem býr á Spáni og fjallar um ţýskan stormsveitarforingja sem lítur til baka á ćvikvöldinu og lýsir útrýmingu og vođaverkum sér til hugarhćgđar. Sagan hirti öll helstu bókmenntaverđlaun Frakka og endađi síđan sem ţriđja mest selda bók ársins. Ţađ er ofsa árangur.

Annars eru á topp 10 listanum yfir mest seldu bćkur Frakka áriđ 2006 nokkrir góđkunningjar á borđ viđ Dan Brown (sem er međ tvo titla) og helstu metsöluhöfundar Frakka á borđ viđ Marc Levy og Önnu Gavalda. Óvćnt kemur líka inn gellusaga Láru Weisberger, Djöfullinn er í Prada, en ţar hjálpađi hörkufín mynd til, enda Parísarhluti myndar og bókar fyrirferđamikill.

Annars er listinn svona:

  1. Zep : Titeuf (Glénat)
  2. Dan Brown : Da Vinci code (Pocket)
  3. Jonathan Littell : Les bienveillantes (Gallimard)
  4. Marc Levy : Vous revoir (Pocket)
  5. Dan Brown : Deception point (Lattčs)
  6. Anna Gavalda : Ensemble, c'est tout (J'ai lu)
  7. Guillaume Musso : Sauve-moi (Pocket)
  8. Marc Levy : Mes amis, mes amours (R. Laffont)
  9. Lauren Weisberger : Le diable s'habille en Prada (Pocket)
  10. Guillaume Musso : Et aprčs... (Pocket)

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband