8.12.2008 | 10:30
Dýrasta bók jólabókaflóđsins
Flora Islandica, heildarsafn teikninga Eggerts Péturssonar af íslenskri flóru, er nú til sýnis í Iđu í Lćkjargötu og hefur vakiđ gríđarleg viđbrögđ ef marka má fyrirspurnir og pantanir sem borist hafa um helgina. Bókina má panta á netfanginu crymogea@crymogea.is
Stöđ 2 fjallađi um bókina í kvöldfréttum sunnudaginn 7. desember undir fyrirsögninni "Dýrasta jólabókin í ár kostar 75.000 krónur". Fréttakonan, Guđný Helga, flettir bókinni og fjallar um hana. Hún er hrifin af orđinu "háplöntur". Hér er fréttin eins og hún birtist á visir.is
Dýrasta jólabókin í ár kostar 75.000 krónur
Dýrasta jólabókin í ár kostar 75.000 krónur. Hún fćst ekki í bókabúđum en verđur til sýnis í nokkra daga nú fyrir jól.
Bókin Flora Islandica verđur til sýnis í nokkra daga í bókaversluninni Iđu í Lćkjargötu. Um er ađ rćđa heildarútgáfu á teikningum Eggerts Péturssonar myndlistarmanns af íslenskum háplöntum sem hann vann í upphafi ferils síns fyrir bókina Íslensk Flóra.
Teikningunum er rađađ í grasafrćđilegri röđ og hverri teikningu fylgir texti Ágústs H. Bjarnasonar um viđkomandi háplöntu. Myndirnar hafa aldrei fyrr veriđ sýndar í sinni réttu stćrđ en teikningarnar sýna 271 háplöntu íslensku flórunnar í raunstćrđ.
Bókin kostar 75.000 krónur og fćst ekki í bókabúđum. Ađeins er hćgt ađ nálgast hana hjá útgefanda og verđur hún afhent kaupendum 17. desember nćstkomandi.
Bćkur | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2008 | 09:47
Lesarinn
Ţví miđur er stundum eins og allt sem gerist, gerist í sápukúlu og ađ sápukúlurnar snertist aldrei. Frétt um átök Kate Winslet, ţeirrar góđu leikkonu, viđ hlutverk Hönnu í Lesaranum, er slík mónadafrétt. "The Reader" er nefnilega kvikmyndaađlögun skáldsögunnar Lesarinn eftir Bernhard Schlink, einhverrar vinsćlustu skáldsögu síuđust ára. Bókin var margföld metsölubók í Ţýskalandi en öđlađist heimsfrćgđ ţegar hún varđ fyrsta sagan sem Ophru Winfrey bókaklúbburinn sendi upp á himinhvolfiđ.
Lesarinn kom upphaflega út í íslenskri snilldarţýđingu Artúrs Björgvins Bollasonar áriđ 1998 og var seinna endurútgefinn í kilju. Bernhard Schlink, lögfrćđingur sem ritar bćkur í hjáverkum, hefur haldađ áfram á ţessari braut og er enn feykivinsćll höfundur á ţýska málsvćđinu.
Og nú er loksins komin kvikmynd. Ég vona ađ hún fái ađ heita Lesarinn á íslensku en ekki The Reader.
![]() |
Winslet í hlutverki fangavarđar nasista |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćkur | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)