Læknir lækna sjálfan þig

Tveir læknar. Annar læknar hinn. Síðan ætlar hinn að lækna heila borg, heilt samfélag. Til þess verður hann að svíkja hinn lækninn. "Ger þú það sem þú þarft að gjöra." Læknirinn er einn, allir hafa yfirgefið hann, gamlir samherjar afneita honum. "Ég þekki ekki þennan mann." Innan tveggja vikna byrjum við að íhuga þessa sögu, einhver les í útvarpið eftir tíufréttir: "Upp, upp mín sál" "Þið skiljið ekki nú það sem ég gjöri, en þeir tímar koma að þið skiljið það." Við erum að fást við frásagnarminnið Jesúgervinginn. "Læknir lýða" hefur tekið á sig þann kross að bera íbúa borgarinnar út úr örvinglan, sundrung og ógæfu. Það mun brátt koma að því að hann þarf að opinbera hver sendi hann og hið sanna sem ritað var kemur í ljós.

Borg sem er stjórnað af læknum. Sem lækna hvor annan.

Minnir mann á alla læknana sem skrifuðu skáldskap. Fáar ef nokkrar stéttir eru jafn bókmenntalegar og læknar. Eitt af mínum uppáhaldsskáldum, Gottfried Benn (1886-1956), var læknir. Þjónaði á vígvöllum tveggja heimsstyrjalda. Hér er ljóð úr fyrra stríði, "O Nacht -", tekið úr bókinni "Fleisch" eða "Kjöt" sem kom út 1917 :

  •  
    • Ó, nótt, ég hafði fengið mér kókaín
    • og blóðgjöf var í fullum gangi
    • hárið gránar, árin hverfa
    • ég verð, ég verð svo ógnarhratt
    • að blómstra rétt einu sinni fyrr en fölna

 


Bloggfærslur 24. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband