Nú ţegar allir eru femínistar

Steingrímur J. Sigfússon segist vera"róttćkur femínisti". Hallgrímur Helgason skammar kynbrćđur sína fyrir ađ "kvenelta" eina kvenmanninn sem hugsanlega gćti orđiđ forsćtisráđherra eftir nćstu kosningar. Sambloggarar á borđ viđ minn gamla góđa samstarfsfélaga Hrannar B. Arnarsson skamma huldukarlana í athugasemdakerfunum sem óskráđir jafnt sem fullskráđir marínerast í eigin fantasíulegi og sjá fyrir sér heitar pornóstjörnur rjúka í klámiđnađinn knúđar af óseđjandi kynlífslöngun. Og rifjast ţá upp ađ jafnvel Ingvi Hrafn sem alltaf er alveg viđ ţađ ađ opna fyrstu sjónvarpsstöđina í heimi ţar sem hrafnar sjá um dagskrágerđ, telur sig álíka róttćkan femínista og Steingrímur J. Svo trommar hver sómamađurinn fram eftir annan og fordćmir klámsálirnar sem ćtla ađ eiga náđuga stund í Bćndahöllinni og nú nenni ég ekki einu sinni ađ setja hina skyldubundnu fyrirvara hingađ inn um ađ ég sé ađ sjálfsögđu á móti ţessu líka. Ţađ er bara einfaldlega ţađ sem menn verđa ađ gera núna ţví allir vilja vera "róttćkir femínistar". Nú ţegar borgarstjórinn og ritstjórn Morgunblađsins komplett eru orđin óskabörn femínismans.

Ţađ sem er athyglisvert í ţessu öllu er ađ enginn er ţess lengur umkominn ađ taka ekki afstöđu til femínisma. Ţarna gćti orđiđ ein meginlína pólitískra átaka nćstu kosninga, en auđvitađ hlaut ađ koma ađ ţví. Eftir dauđa stéttastjórnmálanna er kynjapólitík eitt helsta sviđ pólitískrar umrćđu vorra daga, gömlum kommum og bláum höndum til ómćldrar mćđu. Ţví skammar til dćmis höfundur bókar um baráttu mćđgna viđ karlveldiđ (Barist fyrir frelsinu), Björn Ingi Hrafnsson, Steingrím J. fyrir ađ vera karlremba og byggir ţađ á bókinni Stelpan frá Stokkseyri ţar sem Margrét Frímannsdóttir segir nokkuđ dćmigerđa eineltissögu af barátunni viđ ósýnilegar fordómamyllur sem mala henni í mót. En ţađ er greinilegt ađ ţetta er ţungt högg, pólitískt séđ, enginn vill vera karlremba, allir vilja vera femínistar. Ţađ sem tekur viđ er skilgreiningin á ţví hve mikill femínisti mađur er og hvernig.

Ţađ er hins vegar grunsamlega lítiđ til af litteratúr á íslensku um femínisma, um jafnréttissjónarmiđ og ýmsar meginröksemdir sem liggja ađ baki mörgu af ţví sem heyrist í umrćđunni. Ţegar Sóley Tómasdóttir (einn ritstjóra bókarinnar Konur međ einn í útvíkkun fá enga samúđ, sem ćtlađ er ađ varpa ljósi á reynslu kvenna af barnsfćđingum og viđhorfum umhverfisins til ţeirra) ţarf til ađ mynda ađ svara nafnlausum draugaher klámfantasíumanna međ ţví ađ segjast víst hafa áhuga á kynlífi (!) ţá vantar líkegast gagnáćtlun femínista um hvernig ríki fantasíunnar í kynferđismálum án valdbeitingar og kynjamismununar líti út. Vísi af ţví má sjá á bloggsíđu Elísabetar Ronaldsdóttur. En fyrst ađ allir eru orđnir femínistar (nema náttúrlega klámvćddi draugaherinn međ pornófantasíurnar sínar um ćstar kellingar sem dreymir um ađ komast í klámiđ) langar mig til ađ benda á bók sem er ansi góđ sem inngangur ađ skilningi á ýmsum deilumálum samtímans. Til dćmis upplifuninni af mismunun stelpna og stráka innan fótboltafélaga, upplifuninni af ţví ađ umgangast klámvćdda jafnaldra sína af strákakyni og fleiri slíkt. Ţetta er sú prýđisbók Píkutorfan (Forlagiđ 2000) sem ţćr Belinda Olsson og Linda Skugge ritstýrđu á sínum tíma og var ţýdd á íslensku af Bríeti, sem ég veit ekki hvort enn starfar, einkum af ţeim Hugrúnu Hjaltadóttur og Kristbjörgu Konu.

Nú ţegar allir eru orđnir femínistar - í ţađ minnsta í orđi kveđnu - ţá er ţessi bók nánast skyldulesning. Í kjölfariđ ţyrftum viđ síđan nýtt hugmyndafrćđilegt grundvallarrit á íslensku sem gćti brynjađ jafnt stjórnmálamenn sem almenning međ rökum ţegar mál á borđ viđ klámráđstefnur og kosningar til stjórnar KSÍ ber á góma. Ef menn vilja endurheimta fantasíuna úr heilanum á klámvćddum porningum verđum viđ líka ađ fá ađ heyra hvernig ţađ getur fariđ fram. 

 

 

 

 

 


Bloggfćrslur 21. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband