5.12.2007 | 15:04
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Tilkynnt verður hvaða 10 bækur verða tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007 í Kastljósi í kvöld. Raunar er það þannig að Kiljan flytur inn í Kastljós og þar munu síðan formenn tilnefninganefndanna tveggja mæta og segja alþjóð hvaða bækur koma til álita sem verðlaunabækur í ár. Seinna um kvöldið verður svo Kiljan tileinkuð tilnefndu höfundunum sem koma fram og ræða verk sín.
Spennandi fyrir alla sem áhuga hafa á bókum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)