Sjónarmið eilífðarinnar

Pétur Gunnarsson rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands ritar hugvekju í Morgunblaðinu í dag um gildi hlutanna. Skemmtileg lesning, ekki síst fyrir þá sem eru nú að berja bumbur neyslunnar. Opinberar þá skemmtilegu þverstæðu að bókaskrif og bókaútgáfa eru í stöðugu reiptogi. Allt frá því prentverkið varð til og bækur urðu fyrsta staðlaða og fjöldaframleidda varan sem seld var viðskiptavinum á markaði hefur þessi markaðsdrifni áll í bókafljótinu dregið til sín skáldastráin. Þau veita síðan viðspyrnu, mismikla eftir anda tímans hverju sinni. Þau horfa til stjarnanna en framleiðendurnir að ósnum.

Bloggfærslur 14. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband