Árslistinn

Nú er runnin upp heyskapartíđ árslistanna međ brakandi ţurrki og hver sem haldiđ getur á hrífu er sendur út á völl ađ koma töđunni í stabbann. Annađ slagiđ árćđa fjölmiđlar hérlendis ađ mana sitt vinnufólk í ađ búa til árslista yfir bćkur en ţar sem túnin liggja ekki saman og langar leiđir eru milli skikanna verđur einhver smábólstur úr ţessu í stađinn fyrir ţćr stoltu fúlgur sem stóru löndin töfra fram.

Mér sýndist New York Times vera međ ţeim fyrstu til ađ birta sinn lista, 10 bóka lista ţar sem fimm stykki eru úr heimi skáldskaparins og fimm úr heimi "ekki-skáldskaparins". Ţađ gefur auga leiđ ađ margt var ţar sniđgengiđ sem ef til vill hefđi mátt vera međ af ţeim milljón titlum sem gefnar eru út í N-Ameríku ár hvert, mengiđ er međ öđrum orđum fremur lítiđ. Bransablađiđ Kirkus Review birtir hvert ár 25 bóka lista yfir ţćr bćkur sem hefđu átt ađ fá meiri athygli en fengu ţađ ekki úr hópi ţeirra mörg ţúsund titla sem blađiđ ritdćmir ár hvert. Sá listi er mjög athyglisverđur ţví á honum eru raunverulegar uppgötvanir, ţýđingar t.d. á brasilískum höfundum eđa höfundum frá Pakistan eđa einhverjum smásagnahöfundi frá Iowa sem mađur hefur aldrei heyrt á minnst en skrifađi einhverja snilldina sem seldist í 200 eintökum. Ţegar mađur heyrir raunverulegar sölutölur minna seldra bóka í USA rekur mann nefnilega í rogastans, ţađ eru áţekkar tölur og hér heima.

Af 10 bókum NYT las ég tvćr á árinu 2006, og raunar er ekki rétt ađ segja ađ ég hafi lesiđ ţćr, ţví ađra lagđi ég frá mér eftir ađ hafa lesiđ ţrjá fyrstu kaflana, ţótti komiđ nóg. Ţetta er sagan A Special Topics in Calamity Physics eftir Marisha Pessl sem Viking gefur út. Mér fannst ţetta átakanlega tilgerđarleg bók en álitsgjöfum NYT fannst ţetta algjör snilld og lofuđu einmitt ţađ sem fór fyrir brjóstiđ á mér, ţađ er alveg eins líklegt ađ ég hafi bara ekki skiliđ hvert höfundurinn var ađ fara. Mér fannst tengingarnar viđ bókmenntaarfinn sem ţeim fannst svo sniđugar vera eins og hjá versta "überstreber" í skapandi skrifum viđ einhvern Midwestern University, allt unniđ međ skóhorni og ţvingum. Ţeim fannst bókin tilfinningarík á gáfulegan hátt. Ég sá bara einhverja sykurhúđađa vćmni. Ég byrjađi svo á skáldsögunni Absurdistan eftir Gary Shteyngart sem Random House gefur út. Fyrir ţá sem hafa gaman ađ höfundum af yngri kynslóđum amerískra karlrithöfunda: Dave Eggers eđa ţeirra Jónatana: Jonathan Lethem, Jonathan Safran Foer og Jonathan Franzen, er ţetta í raun skyldulesning. Einkum er tengingin viđ bók Foers, Everything is Illuminated, mjög skýr ţar sem Absúrdistan gerist einnig í A-Evrópu, nánar tiltekiđ í Pétursborg. Hjá Shteyngart (hvernig ćtli mađur beri ţetta nafn fram? Ţađ tók tíma ađ lćra hvernig bera ćtti fram Chuck Palahniuk) er sami harmsögulegi tónninn, sama harmljóđiđ um hnattvćtt nýkapítalískt heimsţorp ţar sem "venjulegt fólk" er fóđur fyrir hina miklu efnahagsvél. Misha Vainberg er sonur 1238. ríkasta manns Rússlands, fjall af manni og gefinn fyrir vondan vodka. Andhetjubragur hans er međ slíkum angandi óţokka ađ nokkur unun er af en mađur finnur líka fyrir einhverju sem nefna mćtti andspyrnu viđ lesandann í ţessari bók. Sérviskur og langt mál gera sitt til ađ girđa fyrir málamiđlunarlausu ađgengi ađ sögufléttu og atburđarás en hugleiđingar margar eru ágengar, líkt og raunar í hinu mikla söguljóđi The Corrections eftir Franzen, ţótt Absúrdistan komist nú ekki á sama gćđabekk og hún.

Enga bók af non-fiction lista NYT hef ég lesiđ en langar ţó til ađ lesa eina sem fjallar um mat og matarframleiđslu: The Omnivore's Dilemma: A Natural History of Four Meals eftir Michael Pollan. Ţađ tengist einkum ţví ađ sökum náinna kynna af matvćlaframleiđslu öll mín bernsku- og unglingsár finnst mér gćđavíddina í eilífa matarverđssífrinu gjörsamlega vanta. Ţađ er eins og helsta ţrá neytendasamtaka og hagspekinga okkar sé ađ landsmenn gúffi í sig nógu ódýru drasli; ţar međ séu í raun flest vandamál ţessa ţjóđfélags leyst. Ţessi misserin er vart hćgt ađ hafa tölu á ţeim debattbókum sem koma út í öllum vestrćnum löndum og fjalla um algjört skipbrot stórvirku iđnađarlandbúnađarstefnunnar sem hér um slóđir er básúnađ ađ sé lokasvar í efnahagsmálunum. Ţessir höfundar segja okkur ađ ţessi stefna sé ađ drepa vestrćnar ţjóđir úr offitu og umhverfiđ úr ofurálagi. Ţetta er ein ţessara bóka sem taka á ţví máli.

Ég reyndi ađ taka saman topp tíu lista yfir bćkur sem ég hef lesiđ á árinu og komiđ hefđu út á árinu en sýndist ţađ flest vera gamalt raus sem ég hafđi hrifist af, til dćmis bókin Fjallamenn eftir Guđmund frá Miđdal sem var mikil uppgötvun fyrir mig í sumar. Bókin Vestfirđir eftir Hjálmar Bárđarson var líka mikilvćg sem leiđsögn yfir Drangajökul og um Norđurstrandir og Jökulfirđi og svo tók ég mig til og las Göngur og réttir, allt safniđ loksins, misjafnir kaflar náttúrlega, en sumt ţar snilldarlegt, raunar fannst mér mest til koma ađ lesa kaflana um göngur á Vestfjörđum. Hitti svo Vestfirđing í Laufskálaréttum sem hafđi oft gengiđ í Dýrafirđi í svimhámum klettum svo ţetta passađi allt. Suite francaise eftir Irčne Némirovsky var frábćr saga, sérstaklega fyrri helmingurinn, sem ég las í sćnska skerjagarđinum í miklu bíđskaparverđri. Og svo náttúrlega Grass: Beim Häuten der Zwiebel, fannst ţetta raunar ekki mjög góđur árgangur af kallinum, en ég er heldur ekkert svo óskaplega hrifinn af ţessum síđustu verkum, er enn ađ reyna ađ lesa Ein weites Feld. Er núna kominn inn í verđlaunasöguna Die Habenichtse eftir Katharina Hacker, ţá sem fékk ţýska Bookerinn eins og oft er sagt, Deutscher Bücherpreis og finn gríđarlegan samhljóm međ Auđi Jóns og hennar Tryggđarpanti. Ţetta er 9/11 with a continental twist. Svo má ekki gleyma Houllebecq, La possibilité d'une île. Ţađ er stórkostleg bók. Ekki síst lokakaflarnir sem eru svo sláandi vonleysislegir um leiđ og ţeir eru póetískir ađ mađur fyllist kćruleysislegu en upphöfnu tómlćti andspćnis óhjákvćmilegu hvarfi og dauđa mannkynsins og tortímingu ţess af eigin völdum - sem verđa mun fyrr en seinna skv. Houllebecq.

Er ekki rétt ađ kveđja á ţessum bjartsýnu nótum?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband