Ríkisútgáfan

Af hverju eru bækur sem ríkisstofnanir gefa út seldar á markaði en ekki bara gefnar? Voru skattgreiðendur ekki búnir að standa straum af framleiðslu þeirra? Af hverju er vinnsla þeirra ekki boðin út eða er það hlutverk til dæmis Lýðheilsustöðvar að vera bókaútgefandi? Nú hefur sú stofnun farið í miklar kynningarherferðir með tvær útgáfubækur sínar í haust og í dag má sjá blaðaauglýsingar frá stofnuninni sem blanda sér í jólaslaginn.

Að vísu má segja það þeim hjá Lýðheilstustöð til hróss að allur ágóði af útgáfu bókarinnar Velgengni og vellíðan rennur til góðgerðarmála þótt óljóst sé raunar hvaða samtök nákvæmlega fái afraksturinn. Höfundur bókarinnar er Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, sem jafnframt er starfsmaður stofnunarinnar og bókin skýrir út hugmyndafræðina á bak við Geðorðin 10 sem skreyta ísskápa á nær öllum íslenskum heimilum. Fyrr í haust vakti bókin Holdafar - hagfræðileg greining eftir Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur mikla athygli en útgefandi hennar er líka Lýðheilsustöð. Eitt af markmiðum Lýðheilsustöðvar er að sjálfsögðu að fræða en útgáfustarf hennar er enn eitt dæmið um að á sama tíma og ríkið eyðir vart nema 50 milljónum í beina styrki til bókaútgáfu gegnum Bókmenntasjóð er eytt mörg hundruð milljónum á ári til bókaútgáfu á vegum hins opinbera sem fram fer á vegum stofnana ríkisins. Það er enginn efi á því að að þeir sem sinna útgáfu árið um kring og hafa reynslu af frágangi, framleiðslu, markaðssetningu og sölu bóka, myndu sinna þessari starfsemi miklu markvissar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband